laugardagur, júní 24, 2006

Swacznego

Vá það er langt síðan ég bloggaði seinast. Ég hef einfaldlega ekki haft orku í það:) En jæja, nú kemur bara svona punktafærsla...

  • Búin að útskrifast frá MA--fer aldrei aftur þangað í próf eða tíma...:(
  • Flutt frá Akureyri og er ekki að fara þangað aftur í september-skrítið finnst mér!
  • Þurfti að kveðja stelpurnar mínar og sumar sé ég ekki fyrr en í fyrsta lagi í desember..sem er ömurlegt..
  • Er byrjuð að vinna hjá ESS..
  • Vakna kl 03:50 á hverri nóttu og fer í vinnu kl 5 í mötuneytinu í álversþorpinu
  • Er búin að vinna kl hálf 5 síðdegis
  • Hef ekkert farið út á meðal manna hérna á Fáskrúðs (Fjölló:) )
  • Er ekki einu sinni búin að taka upp úr töskunum
  • Mér líður eins og frægri kvikmyndastjörnu þegar ég labba um í salnum þar sem ég vinn því að karlmennirnir þar eru meira og minna kynlífssveltir, heyrði meira segja svona perra stunu hjá nokkrum þegar ég labbaði framhjá...oj
  • Er að vinna með mörgum útlendingum..sem er fínt!
  • Búin að læra 5 orð í Fillippeysku....

En nú er hinsvegar komið að því að fara að drífa sig í rúmið því að ég þarf að vakna að verða þrjú....

Kveðja...Eydís svefngengill

mánudagur, júní 12, 2006

AA samtökin fara bráðum að hringja...

Nei ég er ekki búin að gleyma passwordinu! :) Það hefur bara verið svolítið mikið að gera seinustu daga. En nú er ég búin í prófum og óvissuferðin er líka búin...mér gekk bara vel í prófunum en ætla ekkert að fara að monta mig neitt hér:)

Um daginn var svo party heima hjá Valgerði..það var svona frekar steikt samkoma. En þar voru samt fleiri heldur en við stelpurnar, þarna voru líka Örn, Jói og Kolla (bróðir Valgerðar og kærastan hans) og Lalli sem er frændi hennar Kollu. Við fórum í skemmtilegan drykkuleik sem varð alveg til þess að allir urðu svona frekar fullir. Allavega ég! Úr þessum leik kom svo skemmtileg saga ..eitthvað um lampann hennar Elínar...vóó...Svo dönsuðum við Busadansinn sem við sömdum fyrir busana okkar í haust..og það er til á myndbandi. Já og Árdís, Sólveig og Valgerður dönsuðu riverdance atriðið sem þær tóku á Árshátíð MA 2005. Singstar var auðvitað á staðnum og ég tók Maroon five með Valgerði sem lítur þetta lag allt öðrum augum núna þar sem ég tók það með "stæl". Svo lá leið okkar niður í sjalla..þar var hörkustuð! En já ég held að ég geti bara ekki neitað því að við erum svolítið steiktar!

Óvissuferðin var farin á föstudag, við fórum í Ásbyrgi. Það var bara mjög gaman, fórum í skemmtilega leiki-og vorum skemmtilega full á meðan. Svo var grillað, sungið og dansað...sumir fóru í skýjaleiki. (ekki ég..ómæ) En já það er svosem ekkert hægt að segja meira um þessa ferð, þetta var nú bara fyllerí aðalega.

Vá hvað ég kann samt ekkert á þetta blogg..ég kann ekki að setja neitt inn þannig að hún verður kannski fremur fátækleg þangað til ég kem heim í "sveitina" og get setið yfir þessu eins lengi og þörf krefur..hehe...en allavega..ble ble!