sunnudagur, maí 27, 2007

USA-Here I come!!

Jæja dömur mínar og herrar. Ég er að fara í skólaferðalag með skólanum mínum, við ætlum ad fara þann 29 maí og verðum til 10 júní, fyrst verður farið til Washington D.C og Niagra Falls og svo er förinni heitið til New York. Skemmtilegt að ég skuli vera að fara í þessa ferð þar sem það var alls ekki á planinu hjá mér! Svo einn daginn þegar við vorum að borða hádegismat sagði skólastjórinn að einn strákur kæmist ekki í ferðina og það væri þá laus miði á lægra verði. Ég hugsaði bara...nei ég get ekki farid....en svo fór ég og spurdi hvad thad kostadi og thad kom í ljós ad midinn kostadi 50.000 kr í staðinn fyrir 100.000 kr. Allt flug innifalið, öll gisting og fleira! Gæti ekki verið betra..svo ég ákvað mig bara á staðnum og sagðist ætla ad fara med...Tine vinkona fékk mig til þess:)

Eftir að ég ákvað mig fékk ég samt þokkalegt stresskast þar sem ég þyrfti að breyta fluginu mínu heim..láta fjölskylduna vita og...og...og..!! En ég er sem betur fer búin að redda þessu ad mestu leyti...nema mig vantar far frá Reykjavík 10 eða 11 júní til Fáskrúðsfjarðar eða eitthvað áleiðis!!!

Endilega ef einhver hefur upplýsingar um einhvern sem er á ferdinni á þeim tíma..endilega látið mig vita!

sunnudagur, maí 20, 2007

Trúlausir gegn Trúuðum

Hér er verid ad fagna markinu mínu, ég er tharnar einhverstadar í midjunni:)

Thetta er stelpna fótboltalid Grundtvigs Højskole...

Það hefur verið hefð í Grundtvigs Højskole til margra ára að það sé keppt í fótbolta við kristinn íþrótta-højskole á hverju ári. Grundtvigs hefur aðeins unnið tvisvar, strákaliðið einu sinni og stelpuliðið einu sinni. Í ár var ég í liðinu, við byrjuðum að æfa fyrir tæpum tveimur mánuðum og höfum náð miklum framförum þar sem flestir í liðinu voru að spila fótbolta í fyrsta sinn.

Skólastjórinn byrjaði daginn á að tilkynna að við fengum bjór ef við ynnum eða gerðum jafntefli og einnig að við mættum helst ekki hrópa “Guð er dauður” eða eitthvað þessháttar að okkar trúuðu andstæðingum.

Ég get ekki sagt að ég hafi haldið að við myndum vinna þar sem í fyrra fór leikurinn 9-0 og þar áður 18-0 fyrir þeim kristnu. En við unnum heldur ekki, leikurinn fór 2-2 og ég skoraði annað markið af tveimur- og það var bara mjög flott þó ég segi sjálf frá. Ég var líka laaangt fyrir utan teig þegar ég tók skotið (þar sem ég var nú í vörn). Þetta var mjög skemmtilegt og mér finnst við hafa unnið þar sem jafntefli er sigur fyrir mig því ég HATA að tapa. Það er bara eitthvað sem ég þoli ekki. Svo unnum við líka þrjá kassa af bjór frá skólastjóranum sjálfum;)

Strákarnir töpuðu hinsvegar 3-1 og þeir voru ekki sáttir og voru mjög afbrýðisamir yfir okkar jafntefli...þeir fá heldur engan bjór! HAHA.

...og viljiði endilega kommenta takk!!

mánudagur, maí 14, 2007

Ullfuck Suckstival

Já góðan daginn góðir hálsar. Mér datt í hug að það væri kannski komin tími á annað blogg. Hvað get ég svosem sagt, það er alltaf það sama hérna í Hillerød, partý og meira partý. Um helgina var semsagt Ullstock festival-sem er tónlistarhátíð en í staðinn fyrir frægar og vinsælar hljómsveitir voru það krakkar úr skólanum sem spiluðu. Ehh..nei, ég spilaði ekki ef að það hvarflaði að ykkur.

Föstudagur
Þetta byrjaði ekki neitt sérlega vel, þetta var allavega ekki spennandi þannig að ég og Tine vinkona mín skírðum þetta Ullfuck Sukstival í staðinn og náðum í penna og breyttum titlinum á öllum auglýsingunum sem var búið að setja upp. Það fannst okkur ekki sérlega góð hugmynd morguninn eftir svo að við tókum þær niður aftur;) Svo þegar tónlistin var ekki að gera sig héldum við mini-partý í herberginu hennar Tine þar sem við settum Motown Classics á fullt. Bara snilld-lag helgarinnar er klárlega Mr.Postman, sem við sungum hástöfum alltaf-og allstaðar.

Laugardagur
Hann byrjaði með örlítilli þynnku við Brunch en svo fórum við, ég Elín og Tine út á gras og sváfum þar í góðu veðri í svona 3 tíma eða svo. Svo var aftur partý um kvöldið auðvitað, sem var mjööög skemmtilegt. Það er svosem ekkert gaman að segja frá öllu þar sem það veit enginn hvaða fólk ég er að tala um og svoleiðis. En það var allavega geggjað gaman, við dönsuðum eins og bjánar allt kvöldið, svo spilaði ég fótbolta, körfubolta og snú snú inni í leikfimissalnum, það var bara fyndið. Ég var ekki slæm þrátt fyrir að hafa verið búin að drekka nokkra bjóra.

Sunnudagur
Það var sofið úti á grasi allan daginn, farið svo og borðað pizzu...svo horfði ég á Århus by night með Tine og Idu. Búin að finna mér einn af mínum uppáhaldsleikstjórum- hann heitir Nils Malmros og hefur meðal annars gert Kundskabets træ, Kærlighedens Smerte og þessa mynd sem ég sagðist hafa horft á. Bara svona að mæla með honum ef ykkur vantar eitthvað til að horfa á-á dönsku það er að segja;)

Setningar helgarinnar eru klárlega þessar:

  • “I’m gonna take u two to bed” ( sagt með perralegri röddu við mig og Tine af fyndnasta manni í heimi..haha)
  • “U break u buy” (Ég að reyna að lýsa persónuleika einnar manneskju hér í skólanum- okkur fannst þetta allavega mjög fyndið)
  • “His pants are the essence og his hotness” (Tine vinkona að tala um strákinn sem henni finnst agalega spennandi)
Veit ekki hvort þið skiljið upp né niður í þessu bloggi- alltof mikill einkahúmor kannski En anyways..ég bloggaði allavega, húrra fyrir því.

Ætla að enda þetta á nokkrum myndum bara svona til að krydda þetta aðeins:)

Ég og Elín ad njóta tónlistarinnar-NOT:)


Thetta er ég med Emmu- stelpu frá Danmørku.


Tine Handicap Madsen is in daaa house:) Svo er myndin f. nedan af mér og Elín og Tine eru ad blása á mér hárid- theim fannst thad svaka gód hugmynd...

sunnudagur, maí 06, 2007

Blogg númer fkn* 50!!!

Já góda kvøldid elskurnar mínar. Ætla bara ad byrja á tví ad afsaka hvernig thetta er skrifad svona án íslenskra stafa…nennti bara ekki fyrir mitt litla líf ad skrifa í minni tølvu og færa svo yfir- thannig ad thad verdur ad hafa thad thó ad thad sé ein svona færsla:) Thessi færsla er hvort ed er svolítid sér á parti- thetta er nefnilega færsla númer 50!!! Segid svo ad ég sé ekki duglegur bloggari. Já hvad get ég sagt, thetta var frábær helgi, løng og gód fríhelgi. Thad var grillad á fimmtudagskvøldid- bara snilld. Gódur matur og kampavín med- getur ekki verid betra. Føstudagur var svo bara mjøg rólegur og thad var ekkert djammad thad kvøld sem var mjøg gód tilbreyting…á laugardaginn var svo farid í power shopping tví mér og Elínu vantadi kjóla fyrir 16 júní-ég fann mér kjól en Elín tharf ad halda áfram ad leita;) Laugardagskvøld var svo ekki svo rólegt…og ég er alveg ad gjalda fyrir thad núna! Thetta er kannski ekki skemmtilegasta bloggid hingad til thó ad thetta sé færsla númer 50..en whatever! En hér læt ég fylgja mynd frá trælmognudu fimmtudagskvoldi- thetta er ég og Tine: