fimmtudagur, ágúst 30, 2007

TurTleS

Jáh..ég blogga alltaf aftur þrátt fyrir að lesendur mínir séu einstaklega lélegir að kommenta;) En hvað gerir maður ekki fyrir sumt fólk! hahah:) Jæja þá er enn ein vikan liðin, það var æðislega fínt að fá Sólveigu og systur í heimsókn..við höfðum það mjög gott saman þær fáu stundir sem við náðum að gera eitthvað! Fórum til dæmis út að borða á Il Peccato niður í bæ, bara góður matur þar..takk fyrir mig stelpur;* Annars hefur svosem ekkert merkilegt gerst..júh heyrðu, lærði eimmitt eitthvað nýtt þessa vikuna: komst að því að Turtles teiknimyndirnar sem eru núna í sýningu eru bara fullar af ofbeldi og æsingi og ekki jafn fullar af skemmtilegum fróðleik eins og áður fyrr-og Turtles "kallarnir" líta út fyrir að vera vondir. Takk fyrir það Sólveig:)

Skólinn byrjar af fullri hörku nú á morgun, varð að gjöra svo vel og lesa 60 bls um eitthvað dót...hahah;) Byrjar vel..vonandi! Ég veit þá allavega hvar fj*****s byggingin er núna....

Og svo eru strákarnir mínir komnir aftur frá Íslandi..yess..ég fékk fullt af nammi frá mömmu og ullarsokka líka. Takk fyrir mig.*

Það er bara hasar á vinnustaðnum núna, einn aukaþjónn kom ekki í vinnuna vegna þess að það var keyrt á hana á leiðinni, vonandi er í lagi með stúlkuna. Svo kom einn kokkurinn ekki í vinnuna einn daginn þar sem konan hans fæddi 3 vikum fyrir tíman.. Svo sagði einn upp vegna þess að enginn þoldi hann í vinnunni...allt að gerast. Og svo vill einn kokkurinn endilega að ég sjái hann nakinn;)

anywhú..
Hilsen..Eydís

fimmtudagur, ágúst 23, 2007

Højskole!

Vá ég held að ég eigi eftir að sakna lýðháskólans töluvert þegar ég sest á alvöru skólabekk! Allt í einu þarf ég að koma undirbúin í tíma, ég þarf að skipuleggja mig vel þar sem ég verð að vinna og spila fótbolta með skólanum. Þetta verður erfitt til að byrja með..sérstaklega í ljósi þess hversu ljúft lífið er í lýðháskóla..klikkið hér til að sjá dæmi um hvað lífið snýst á meðan lýðháskóladvöl stendur;) Eða bara hér!

En að öðru, Sólveig er komin í heimsókn og litla systir hennar líka;) Meðan ég er að skrifa þetta eru þær að labba niður í bæ, algjörir túristar! Ég nenni ekki að labba niður í bæ skal ég segja ykkur, ég hjóla bara þegar þær eru komnar þangað...heheh. Í kvöld er svo á planinu að elda íslenskar fiskibollur og munum við Sólveig, Stína og Tine skella okkur á tónleika eftir það. Ekki slæmt það!

Næstu daga verð ég svo að vinna..svo er ég að fara að keppa í fótbolta þann 27:) Jeij...

Allavega..bara endilega að kommenta takk:)

miðvikudagur, ágúst 15, 2007

Ohhhhh....

Af hverju í ósköpunum er fyrsti skóladagurinn hjá mér alltaf algjörlega glataður? Þegar ég byrjaði í Menntaskólanum á Akureyri, eða réttara sagt hóf fyrsta kennsludaginn þá ákvað ég hreinlega að það væri mánudagur. Ég kom með vitlausar bækur, fór í vitlausa stofu og hrundi þar af leiðandi niður stigann alla leið niður í kjallara gamla skóla (braut sem betur fer engin bein), labbaði inn í vitlausan bekk og hlammaði mér í eina sætið sem var laust. Þá sagði stelpan sem sat við hliðina á mér pent: ”ég held eiginlega að þú sért ekki í þessum bekk”, ég leit yfir bekkinn og áttaði mig á að ég var ekki á réttum stað! Frábært, en svo fann ég rétta stofu og komst nánast klakklaust í gegnum daginn án þess að þurfa að minnast á það að ég væri ekki með bækur dagsins.


Svo var fyrsti skóladagurinn í dóminíska engu skárri, ég kom inn á skólalóðina með ”systkinum” mínum og var skelfingu lostinn þar sem mér fannst ég vera svo áberandi. Ég var líka einstaklega áberandi þar sem ég var eina virkilega hvíta manneskjan á svæðinu og klárlega sú eina með ljóst hár. Svo þegar ég fann réttan bekk komu allir og kysstu mig á kinnina! Ég er ekki vön því að ókunnugt fólk komi bara upp að manni og knúsi og kjassi. En eftir fyrsta skóladaginn þar sem ég skildi ekki rassgat og þar sem helmingur strákanna voru búnir að hrópa inn í hausinn á mér ”Me love you!!!” gekk þetta nú fínt.


Fyrsti skóladagurinn í Copenhagen Business School var líka í dag. En Eydís er ekki þar. Hún er heima þar sem hún villtist og fann bara ekki bygginguna á réttum tíma. Mér finnst betra að mæta ekki heldur en að mæta allt of seint. Þannig að ég ákvað að fyrsti skóladagurinn minn yrði bara á morgun. Það er ágætt þar sem að nú fæ ég einn dag til að slappa af, fyrir utan að ég ætla á fótboltaæfingu;) En já, að öðru- við kepptum fyrsta leikinn í gær sem við töpuðum eitt-núll en við áttum samt yfirfótinn allan leikinn. Svekkjandi! En við vinnum næst;)


Allir að kvitta-annars hætti ég að nenna að blogga;) Svo er mynd af mér sem Simpsons karakter fyrir neðan..hehehh



fimmtudagur, ágúst 09, 2007

OMG....!!!!???

Vá..ég get ekki sagt annað en að þetta hafi verið erfiður dagur. Þetta eru ástæður þess að ég tel að dagurinn hafi reynt á mína geðheilsu til hins ýtrasta:

  • Á leiðinni í vinnuna sprakk á hjólinu mínu...
  • Þegar ég kom í vinnuna var komin 50 manna hópur í snittur, sangría, kaffi og allan fjandann!
  • Svo var skínandi sól allan daginn þannig maður var að drepast úr hita þar sem maður var á harðahlaupum útum allt og maður fann svitadropanna leka niður bakið-og loftræstingin er biluð-Grejt...
  • Svo þegar loks kom kvöldmatur varð aftur allt snarbrjálað að gera, 30 manna hópur inni í 3 rétta matseðil og drykki- og full verönd af fólki a la carte. Við vorum þrjár að þjóna og ein er ný.
  • Allt kvöldið var semsagt svona "kill me now" ástand þar sem fólk var að bíða of lengi eftir matnum og sumir fengu ekki eftiréttinn sinn og.....sumt fólk á bara að borða heima...
  • Svo komu 7 ameríkanar...það fór alveg með mig að þau borguðu öll í sitthvoru lagi með kreditkorti og vildu deila þessu og hinu saman og bara fá the side salat..og blalalalalbla.
  • Okkur tókst samt sem áður að loka og koma okkur út klukkan 12..
  • ..en þá uppgötvaði ég mér til mikillar skelfingar aftur að það hafði sprungið á hjólinu mínu (var búin að steingleyma því) og ég þurfti að labba heim eftir 12 tíma vinnu-við erum að tala um brjáluð hlaup allan daginn!
  • Þannig að ég var ekki komin heim fyrr en korter yfir eitt, þetta er langt labb og ég fann svo000 til í löppunum að ég gat ekki fyrir mitt litla líf labbað hraðar..
en nú er ég hinsvegar komin heim-og á frí á morgun sem ég er innilega þakklát fyrir!

Svo 11. ágúst kemur Alexandra (vinkona mín úr lýðháskólanum) í heimsókn og við förum ásamt Tine og Cörlu á CocoRosie tónleika strax um kvöldið þegar ég er búin í vinnu...ja tak!

En annars bara kveðjur héðan frá Köben úr góða veðrinu-og endilega kvitta takk;)

þriðjudagur, ágúst 07, 2007

Charlottenlund badeanstalt..

vá nú er ég sko farin á ströndina...og ætla að vera þar í allan dag...;) Bara liggja í sólinni, hlusta á tónlist og lesa í þessu æðislega veðri.