sunnudagur, janúar 28, 2007

Det er for vildt!!

Já thad má med sanni segja ad vid íslendingarnir høfum djammad frá okkur allt vit um helgina. En thad er í lagi thar sem vid vorum klárlega ekki eina fólkid sem gerdi thad. Thad var var mjog gaman hjá okkur stelpunum...híhí:) Ákvad bara ad skella inn myndum í stadinn fyrir ad vera ad skrifa eitthvad voda mikid..og svo koma inn myndir á myndasíduna mína mjøg fljótlega!

Thetta erum vid Elín ad módelast. Alveg edrú..alveg satt!

Ég, Kasper og Mågnus. Skemmtileg mynd...hehe..
Ég og Regína ad missa okkur adeins..
Lime anyone????

miðvikudagur, janúar 24, 2007

Íslendingar í útløndum...

Enn og aftur er komid ad tví ad blogga. Hvad get ég sagt, hér er alltaf nóg ad gera...og thegar nóg er ad gera gerir madur oft mjøg asnalega hluti.

1. Thad var grenjandi rigning thegar ég, Elín og Regína vorum ad fara nidur í bæ ad versla. Vid vorum svo fegnar ad sjá strætóin thegar hann kom ad vid vorum fljótar ad støkkva upp í hann og klippa á klippikortin okkar. Eftir svona 10 mínútna akstur komust vid hinsvegar ad tví ad vid vorum komnar einhvert lengst út í sveit...vid nánari athugun kom í ljós ad vid vorum í strætó 325 í stadinn fyrir 701. Frábært...

2. Ég og Regína ákvádum svo ad skella okkur í Fields sem er stór verslunarmidstød í Ørestad sem er í leidinni á flugvøllinn. Vid tókum lest sem á stód Kastrup Lufthavn. Eftir svona 5 mínútna akstur stódum vid upp til ad vera tilbúnar ad stíga út..enn lestin stoppadi ekki í Ørestad og vid stódum bara vonsviknar og horfdum á skiltid sem á stód Ørestad fjarlægjast hratt. Thá rákum vid augun í ad thad stód ”standard” fyrir nedan Kastrup flugvollur sem thýdir ad thessi lest stoppar bara á Kastrup. Thannig ad vid thurftum ad fara út á Kastrup..labba upp í flughøfn..nidur aftur hinumegin og taka lest til baka. Kemur stelpur..kemur!

3. Svo vorum vid Regína aftur á ferd sama dag og fórum upp í tvær vitlausar lestir ádur en vid tókum eftir ad vid vorum á vitlausu lestarspori. Thessi dagur vard bara betri og betri svona hálfvitalega séd.

4. Sama dag kom Elín svo frá Bergen. Thegar hún var á leid út var hún ansi stressud tví thad seinkadi fluginu frá Køben til Oslo thannig ad hún thurfti ad hlaupa í gegnum flugvollinn til ad komast í flugvélina frá Oslo til Bergen. I einu af hlidunum thar sem leitad er á fólki var madur med málmleitartæki sem vildi skanna skóna hennar. Hann sagdi á norsk-ensku ”scheck skoerne” sem Elín skildi thannig ad hún ætti ad hrista skóna sína.Hún hristi thá í gríd og erg thangad til manninum tókst loks ad útskýra ad hann vildi bara skanna skóna hennar og hún ætti ekki ad vera ad hrista thá svona. Elín var mjøg skømmustuleg thegar fólkid fyrir aftan hana í rødinni fór ad flissa og horfa undarlega á hana!

5. Vid matarbordid í gær vorum vid svo audvitad álíka gáfulegar. Hjá okkur sátu tveir danir sem voru ad reyna ad halda uppi samrædum vid málhalta íslendinga en thad sem kom út úr tví var ad ég sagdi bara JA vid øllu, Elín sagdi ”ehh..jeg forstår ikke hvad du siger” og Regína var bara í hláturskasti. Thannig ad thegar ég var spurd hvad thad kostadi ad fara til íslands sagdi ég já. Thad er nefnilega ekki hægt ad komast upp med ad segja bara já vid øllu sem fólk segir..tví midur! En thetta var samt ekkert smá fyndid. Vonum bara ad thær thori ad setjast hjá okkur aftur.

6. Já ég veit ad thid erud ad hugsa ”gvud..er virkilega meira”! Í gær vorum vid nefnilega inni í setustofu ad skoda myndir og video í tølvunni minni. Tharna voru líka tvær danskar stelpur sem sátu rétt hjá. Vid vorum ad horfa á myndband med mér og Valgerdi ad hoppa á trampólíni og tví fylgdu gormahljód og píkuskrækir. Um leid og vid vorum búnar ad horfa áttudum vid okkur á ad thessi hljód án myndar gætu alveg eins bent til thess ad vid sætum í mestu makindum ad horfa á stutta klámmynd. Frábært..thannig ad ef thær tala ekki vid okkur aftur thá vitum vid upp á hár af hverju.


And the idiot award goes to....????

föstudagur, janúar 12, 2007

Hillerød..

Og thad er bara punktafærsla a thetta:

  • Komin til Hillerød
  • Fékk herbergi á stærd vid fataskápinn hans Ása
  • Kvartadi audvitad og fékk ad flytja í annad..
  • Er búin ad reyna ad gera mig skiljanlega á dønsku oftar en einu sinni..stundum gengur tad vel:)
  • Er í donsku, myndlist, boltaleikjaáfanga, kvikmyndagerd og postulínsskartgripagerd-likar thad bara vel!
  • Er búin ad fara tvisvar í bæinn med Elínu og vid erum búin ad finna HM..gaman fyrir okkur en slæmt fyrir fjárhaginn..
  • Komst ad tví ad madur tharf ad kynna gestinn sinn fyrir framan alla í matsalnum ef madur fær gest..thad tydir ad thegar Jarle kemur, sem er næstu helgi- verdur farid til Koben á hótel:)
Kem nú med skemmtilegra blogg næst..segi tha adeins betur frá skólanum og svoleidis...

Kærlig hilsen fra Hillerød..Eydís eda ædís eins og danir vilja endilega kalla mig..:)

sunnudagur, janúar 07, 2007

Nýtt símanúmer!

Vildi bara benda á að ég er kominn með nýtt símanúmer, en plís elskurnar-ekki gera mig gjaldþrota:)

Þetta er númerið: 0045-60843304

Kveðja frá Danmörku...

þriðjudagur, janúar 02, 2007

Kaupmannahöfn

Já, ég er semsagt komin til Köben. Kom hingað þann 28 des eftir tvö skelfileg flug- annað frá Egilstöðum til Reykjavíkur og hitt frá Keflavík til Köben. Eftir fyrra flugið kom ég útgrátin og skjálfandi út úr flugvélinni með símanúmer í hendinni. Símanúmerið hjá manninum sem heldur flughræðslunámskeiðin. Flugfreyjunni fannst rétt að láta geðsjúklinginn sem hélt fyrir eyrun alla leiðina og tók andköf í hvert skipti sem að flugvélin hreyfðist aðeins meira en venjulega hafa númerið hjá þessum manni. Ég verð að segja að ég er ekki hissa á því að hún hafi gert það

Seinna flugið byrjaði vel. Flugtakið var fínt og ég hafði það á tilfinningunni að þetta flug yrði mjög gott, það skemmdi ekki fyrir að ég hafði 3 sæti útaf fyrir mig þar sem flugvélin var hálftóm. En svo kom það sem ég hafði beðið eftir, þegar sætisbeltaljósin eru kveikt aftur og flugstjórinn segir okkur að halda kyrru fyrir í sætunum því þeir eigi von á mikilli ókyrrð. Ég sem hafði hlakkað til að geta haldið geðheilsunni í þessu flugi...en nei! Flugfreyjunum var skipað að setjast og öllum var bannað að nota klósettin. Svo voru það 15 mínútur af hreinni skelfingu þó þetta hafi virkað meira eins og 16 tímar eða svo. En eftir þetta kortér gekk flugið sem betur fer vel og ég náði meira segja að anda rólega í smástund...

Við komuna til Köben hitti ég Ása bróður sem ég hef ekki hitt í 16 mánuði eða svo. Ég var einstaklega ánægð að sjá hann!!

Gamlárskvöld var svo skemmtilega öðruvísi en það hefur verið. Í staðinn fyrir skaupið kom ávarp drottningar. Í staðinn fyrir humarsúpu kom krónhjartarkjöt að hætti Ása og Sverris Páls. Svo er það líka þessi danska hefð að standa uppi á stól rétt fyrir tólf og stökkva svo inn í nýja árið. Fyndið..

En jáh, ég hef það á tilfinningunni að þetta ár verði mjög öðruvísi!

En ég vil enda á því að óska Sólveigu (Stunveigu Stalín) hjartanlega til hamingju með 21 árs afmælið og minna hana á að það styttist óðfluga í leðurbuxur og tangó með Páli Óskari:)Híhí-til hamingju sæta!!

Vonandi nennir einhver að lesa langa færslu...og auðvitað kommenta þegar það er búið! Allir að kommenta sama hvort ég þekki ykkur eða ekki og sama hvort mér finnst þið geggjað skemmtileg eða alveg grútleiðinleg....hehehh