mánudagur, júní 25, 2007

Restaurant Cassiopeia

Jæja, nú er ég sko komin til Kaupmannahafnar. Mér finnst eins og ég sé búin að vera hér í mánuð eða eitthvað þó ég sé rétt komin hingað;) Ég lenti á Kastrup klukkan eitt að nóttu að staðartíma þann 20, var svo komin heim til Ása um þrjú leytið. Svo vaknaði ég eftir mjög lítinn svefn og dreif mig barasta í vinnu. Hélt að ég yrði búin snemma og þetta yrði bara svona kynning á staðnum og svoleiðis. Þar skjátlaðist mér aldeilis! Ég vann frá 10 til hálf 2 um nóttina. Sem er algjör geðveiki þegar maður er ósofin og með jetlegg. Svo var ég líka að vinna daginn eftir..svo fékk ég einn í frí...svo vinna 2 daga..nú er ég samt í fríi.

Á laugardaginn fékk ég samt að fara klukkan 6 um daginn svo að ég og Tine skelltum okkur í Fælledparken eftir dans og læti (bjór og Asti) heima hjá henni-við spiluðum öll lögin sem minntu á Grundtvigs;) Það var semsagt geggjað... það var sko brjálað mikið af fólki þar sem að Justin vinur minn Timberlake var að spila í Parken sem er bara rétt við Fælledparken, svo var Skt. Hans kvöld sem er eins konar Jónsmessa, svo það voru brennur út um allt og svolleiss;)

Jæja er farin að redda mér skattkorti....

Kommenta-munið fyrri hótun;) heheh...

mánudagur, júní 18, 2007

StRESs

Það er vægast sagt stór undarlegt að vera komin til Íslands og það að 16. júní sé liðinn. Ég var búin að hlakka til í heilt ár að fá loks að taka niður hvíta kollinn. Það var samt æðislega gaman, sérstaklega að hitta stelpurnar-held svei mér þá að tíminn í bjórbílnum hafi staðið uppúr;)

En nú er ég komin aftur á Fáskrúðsfjörð...flýg svo út annað kvöld. Ég fer fljótlega að fá taugaáfall- hér eru nokkrar af ástæðunum sem valda stressi:

Þarf að fljúga til þess að komast á áfangastað...
Mig vantar húsnæði fyrir veturinn...
Mig vantar pening...
Þarf að fá mér námslán...
Er að byrja í nýrri vinnu...
..og verð ósofin fyrsta daginn...
Þarf að læra að rata út um allt í Kaupmannahöfn...
Er að bíða eftir svari frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn...

En stressið minnkar nú samt þegar maður veit að maður á góða að í Kaupmannahöfn. Ég mun búa í tvær vikur hjá Ása bróður, þrjár hjá Tine vinkonu og svo aftur hjá Ása í ágúst þar sem hann verður á Íslandi. Svo eftir það vona ég að ég verði nú bara komin með mitt eigið herbergi einhverstaðar í Köben.

Og þegar ég verð komin með mitt eigið herbergi eru allir velkomnir í heimsókn! Well..ekki allir kannski en svona einhverjir útvaldir;)

Kommenta takk- annars hætti ég bara að blogga.

föstudagur, júní 08, 2007

Hvad get eg sagt ykkur um New York?

Thetta er sko borgin til ad skoda...

Her er allt til...

Sofn..minnisvardar..furduleg hverfi...og miiiikid af folki

Empire State...

World Trade Center/ Ground Zero...

Chinatown...

Stand up Comedy club...

Rockafella Center...

Harlem...

Central Park...

Statue of Liberty...

Museum of Modern Art...

Whitney Museum...

Guggenheim...

Svo er lika nog ad borda her-

Alveg sama hverskonar mat og fra hvada landi thu vilt- thad er potthett til!

Ja thetta er er buin ad vera frabaer ferd og passlega long-thad verdur gott ad koma heim eftir langt ferdalag! Fer hedan a laugardagsmorgun og kem til danmerkur a sunnudagsmorgun eftir langt flug og millilendingar og vesen..svo flyg eg til islands um kvoldid a sunnudag-kem svo heim i sveitasaeluna thann 11 juni a afmaelisdaginn systur minnar! :)

Thad verdur frabaert ad koma heim...

Sjaumst islendingar-kvedja fra Stora epplinu!!

sunnudagur, júní 03, 2007

Niagara Falls

Hvad hef eg sed hingad til: Hvita husid, Arlington kirkjugard, Library of Congress, Chinatown, Museum of Portraits, Thomas Jefferson minnisvardan, Air and space museum, Haestarett, Niagara Falls, hluta af Pennsylvania fylki, New York fylki, Virginia fylki...

Hvad var ahugaverdast: Niagara Falls

Staerstu mistok min hingad til: Skoda Niagara Falls i hvitum bol sem stendur HOOTERS a og vera i svortum brjostahaldara innanundir. KEMUR Eydis!!

Hvad er naest a dofinni: Atta tima rutuferd til New York!!!!

Kvedja fra Ameriku..og afsakid kommulausa faerslu med engum islenskum stofum:)