föstudagur, september 28, 2007

18 ástæður til að hata yfirmanninn sinn!!

  • Hann hringir fyrir 8 á morgnanna þegar hann veit maður er í fríi og vekur mann
  • Hann spyr alltaf “hvernig hefuru það sæta” og maður veit að honum er nett sama um svarið
  • Þegar maður kemur í vinnuna er hann ofur ferskur og heldur því fram að veröndin verði full af fólki allan daginn..og úti er lágskýjað, skítakuldi og rok. Maður verður samt að setja dúka á öll borð og láta sem að allir munu vilja sitja úti.
  • Hann hringir þegar maður er í tíma
  • Hann tékkar hvenær ég er í fríi í háskólanum og spyr svo hvort ég geti ekki bara unnið alla vikuna sem ég er í fríi!
  • Heldur að maður þurfi ekki að læra heima og krefst þess að maður komi að “hjálpa til” bara milli 12 og 24.
  • Heldur að maður sé að ljúga þegar maður segir að maður sé veikur og komi ekki í vinnu (eitt skipti) og kemur svo upp að manni næst þegar maður mætir-þá meina ég að það voru 5 millimetrar milli andlita og hann stendur bara þarna eins og mannlegur lygamælir og spyr hvað hafi verið að..hvað í fjandanum?
  • Hann er hrokafullur..og vitlaus sem er ekki góð blanda
  • Alltaf þegar maður reynir að ræða eitthvað við hann segir hann “reyndu nú að hlusta”..ohhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhh
  • Hann talar alltaf niður til starfsmanna sinna
  • Þegar hann vill sýna manni eitthvað tekur hann í hendina á manni og dregur mann á áfangastað, ehh halló ég er ekki 5 ára!!
  • Hann hringir og segir geturu “hjálpað” okkur frá 17 til 23 á morgun”..ég svara: “nei ég er að flytja” og þá segir hann “þú varst ekkert búin að nefna það við mig!!”..einhvern veginn hélt ég að maður þyrfti ekki að deila öllu sínu einkalífi með yfirmanni sínum?
  • Þegar maður er búin að vera að vinna frá 11 á föstudagsmorgni til 5 á laugardagsmorgni samfleytt...þá hringir hann kl 8 um morguninn og segir að ég megi nú ekki gleyma að ég á að mæta aftur kl 11....heldur hann virkilega að maður gleymi því???
  • Ég nefndi það við hann að ég yrði ekki að vinna í kringum jólahátíðirnar því að ég væri að fara heim..þá sagði hann.. ehh þú getur ekki sagt að þú ætlir að vinna og svo segiru bara að þú sért að fara heim! Halló!!! Gerir hann ekki ráð fyrir að maður vilji jólafrí...en svo sagði ég að ég færi heim um jólin og það væri ekkert við því að gera..þá segir hann þú MÁTT EKKI fara fyrir 16 Desember..hann heldur greinilega að hann sé pabbi minn!!! Djeezzz...
  • Hann hrósar aldrei fyrir allt það góða sem starfsmennirnir hans gera..en um leið og einhver gerir eitthvað vitlaust þá er allt vitlaust
  • Hann lætur okkur telja allt svo að við fáum örugglega ekkert frítt
  • Hann hugsar ekki um neitt annað en sjálfan sig og peninga
  • Hann er klárlega með "ofsóknarbrjálæði" hann heldur að allir vilji svindla á honum, brjótast inn eða eyðileggja eitthvað á veröndinni.

Vá ég gæti haldið endalaust áfram...kannski ætti ég bara að þýða þetta yfir á dönsku og senda þetta til hans í tölvupósti. Samt það undarlega er að mig langar ekki að skipta um vinnu, mér líkar svo vel við allt annað á staðnum nema hann. Hann er samt klárlega að gera mér lífið leitt þessa daganna svo ég ákvað að tappa af hér:)

föstudagur, september 21, 2007

FáskrúðsfYrðingur?

Vá það er ekkert meira pirrandi en þegar fólk kommentar undir einhverju öðru nafni en þeirra eigin! Svo ég skora á þann sem kvittar undir nafninu Fáskrúðsfirðingur (eða Fáskrúðsfyrðingur eins og hann/hún vill endilega stafa það) að segja hver hann/hún er. Það er ekkert að því að kommenta undir nafni, jafnvel þó þú þekkir mig kannski ekkert vel;)

Að öðru, ég er enn heimilislaus. Ekkert spennandi ástand skal ég segja ykkur. En svona fyrir utan það þá er það á dagskrá að:

Læra
Vinna
Spila Fótbolta
Fara í partý..bekkjarpartý, afmælispartý (2), themapartý, fótboltapartý...o.s.v...

Jæja bið bara að heilsa ykkur í bili..

og fáskrúðsfirðingur-komdu með nafnið!!

þriðjudagur, september 18, 2007

Lyngby-Harskov 1-0

Heheheh..verd víst ad skrifa ad Margrét og Valgerdur komu líka í heimsókn...gleymdi ykkur ekki, fannst bara ad thid ættud ad fá sér færslu;)

Hmm...spiludum á móti Harskov í dag, vid unnum 1-0...og ég skoradi;) Varnarmadurinn ég...

Jamm annars ekkert ad frétta nema ad ég er heimilislaus..skemmtilegt nokk...

Thannig ad já, nú geri ég ekkert annad en ad læra og hafa svoo brjáladar áhyggjur af húsnædi.

Er samt flutt frá Ása og by núna hjá Tine vinkonu minni svona í einhverja daga;)

æjji vá hef ekkert ad segja thannig ad ég segi bara endilega kommenta á thessa rosa skemmtilegu færslu!

fimmtudagur, september 13, 2007

El verano más mojado!

Í sumar...

  • Ákvað ég að flytja til Danmerkur
  • Fékk ég vinnu á veitingastaðnum Cassiopeia niður við vötnin
  • Fékk ég stelpuhjól og hef hjólað allt eftir það
  • Heimsótti ég New York, Washington, New Yersey og Niagara Falls
  • Flaug með 8 flugvélum samtals..á 4 vikum..never again takk!
  • Hef ég samtals unnið samtals 430 tíma
  • Hef ég gefið öndunum á Skt. Jörgsens sø brauð ca 380 sinnum
  • Hef ég búið í ferðatösku
  • Fékk ég mér nýjan Ipod
  • Lærði ég að bera fram Grenoiblaoise Vinaigrette
  • Og ýmis önnur ofurflókin orð yfir einfaldar matartegundir
  • Fékk ég inn í Copenhagen Business School
  • Fór ég á ströndina þegar var gott veður
  • Kynntist ég skemmtilegu fólki
  • Fór ég á fleiri tónleika en ég hef samtals allt mitt líf
  • Stóð ég, gekk, blótaði og hjólaði rennblaut í næst mesta rigningar sumri í sögu DK
  • Keypti mér þar af leiðandi regnföt!
  • Hitti söngvarann í einni af mínum uppáhaldshljómsveitum
  • Fékk ég Sólveigu í tvíburasystur hennar í heimsókn
  • Og Alexsöndru frá Póllandi líka
  • Byrjaði ég að æfa fótbolta með Lyngby Boldklub
Hmm já...þetta er búið að vera gott sumar..en nú er að koma vetur og eina sem er hægt að gera í því er að læra og læra og læra...og læra meira. Og vinna auðvitað!

Good old days..

þriðjudagur, september 04, 2007

WHY ME????!!!!

Af hverju er ég svona einstaklega óheppin? Er einhver sérstök ástæða fyrir því eða er þetta bara eitthvad meðfætt? Eins og ég var búin að segja frá hérna áður þá fann ég ekki skólann minn í fyrstu tilraun. En það reddaðist nú og ég náði mér fljótlega eftir það..en svo í gær þá var fyrsti alvöru skóladagurinn minn. Kom í skólann og allt í lagi með það, sat með krökkunum úr mínum bekk og borðaði hádegismat og svona. Semsagt leit bara vel út svona í fyrstu. Svo fóru þau að tala um að það hafi verið búin til nýr spænsku bekkur með blöndu af bekk eitt og bekk tvö þar sem við vorum allt of mörg í hverjum bekk. Þannig að ég kíkti á vefpóstinn minn..og viti menn-búið að henda litla íslendingnum út úr bekk nr 2 yfir í þann þriðja, búin að fá nýja stundaskrá og allan fjandann!! Ohhh pirrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr! Þannig að ég missti semsagt af fyrstu tímunum þar sem ég virtist vera sú eina á svæðinu sem var færð yfir. Já og ekki nóg með það þá var svei mér þá öllu leiðinlega nördafólkinu safnað saman í þennan nýja bekk...vonandi er ég ekki ein af þeim án þess að gera mér grein fyrir því;) Það er ekki verið að auðvelda manni lífið akkúrat núna:(

En svo komst ég nú í tíma í dag án vandræða....en svo eigum við allt í einu að lesa 120 bls fyrir morgundaginn og búa til hópa til að flytja fyrirlestur í næstu viku. Grejt!

Þannig að ég veit ekki alveg af hverju ég sit við tölvuna núna..er farin að lesa:)