miðvikudagur, nóvember 22, 2006

Buuuueno...!!

Jáhh..nú hefur lífið aftur tilgang, er búin að panta mér far til Danmerkur þann 28. desember sem þýðir að ég verð þar hjá Ása yfir áramótin sem ég hef ekki séð í meira en ár by the way!! Þá lifi ég af þennan tíma í þessari blessuðu vinnu því ég hef eitthvað að hlakka til..tíhíííií:) Wúpíi!

fimmtudagur, nóvember 16, 2006

ohhhh....

  • Hér er ógeðslega kalt og miiikill snjór
  • Ég þarf ad vakna kl 2 á nóttunni til ad keyra í vinnuna
  • Ég byrja ad vinna kl hálf 4 og þarf þá að steikja egg handa 1700 manns eda svo..

Need I say more?????

föstudagur, nóvember 10, 2006

jáhh..svona er lífiið....

Já þá er ég víst komin til Íslands. Það fór ekki fram hjá mér, nei, hér er sko skííítakuullldi! Hér kemur svo ferdasagan mín...

Já ég lagði af stað frá Dóminíska þann 7 nóvember kl 4 ad staðartíma. Í þeirri flugvél lenti ég við hliðina á hjónum frá San Fransisco de Macorís sem voru aðeins of vingjarnleg fyrir minn smekk. Þau vildu nú endilega ad ég færi með þeim og fjölskyldu þeirra á ströndina næst þegar ég kæmi og við gætum nú bara gist á hóteli og eitthvað..ehhmmm halló þekki ég þetta fólk eitthvad? NEI!! Það endaði nú samt með því ad konan náði nú að þröngva upp á mig e-meilinu sínu...djees.

Við komuna til Bandaríkjanna fattaði ég allt í einu ad til ad komast inn í landið þarf maður að hafa nákvæmar upplýsingar um dvalarstað í landinu. Var Eydís með þær? Neiii...þannig ad ég þurfti ad gjöra svo vel og skálda upp eitt heimilisfang í röðinni ad borðinu..það tók mig ansi langan tíma ad komast að borðinu samt þar sem ég var notaður sem túlkur fyrir alla dóminíkanana sem ekki töluðu ensku. Frábært, bara frábært! Þegar ég loksins komst ad borðinu þá beið þar þunglyndasti maður sem ég hef nokkurn tímann átt samskipti við. Svona var samtal okkar:

Ég: Good evening.
Gaurinn: Yeah..whatever.
Gaurinn: Papers please.
Ég: Here you go sir.

Hann skoðaði blöðin og sá þá að það vantaði húsnúmerið í heimilsfangið...

Gaurinn: What is the number of the house??
Ég: uhmm..48!
Gaurinn: Do you see that anywhere on this paper??
Ég: no..
Gaurinn: Didn't think so.

Svo sá hann að flugfreyjurnar höfðu látið okkur hafa annað blað sem var ekki rétta blaðið..

Gaurinn: You have to fill this one out. Come back when u r done.
Ég: ok..
Ég: ok i am done.
Gaurinn: Well, let's see how we did this time!

Vá þessi gaur var baara dónalegur..en hann hleypti mér þó inn í landid á endanum:)

Ok, þegar ég komst loksins út úr flugvellinum beið frænka mín eftir mér. Dóminikönsk frænka það er að segja..

Jáh, hverjar eru líkurnar á því að manneskja sem veikist nánast aldrei fái 40 stiga hita þann eina dag sem hún er í New York?

Og hverjar eru líkurnar á því að þann eina dag sem ég var í New York að það rigni svo mikið að það séu flóð útum allt?

Jáh..og hverjar eru líkurnar á því að af 350 sætum í flugvél ad sætið hennar Eydísar sé það eina sem ekki hallast aftur?

Og að gaurinn sem situr vid hlidina á þér sé sá eini sem vildi ekki sofa?

Á leidinni frá New York semsagt var ekki mjög þægilegt...

Svíinn sem sat vid hlidina á mér vildi bara ekki þegja- hann taladi allan tíman um Sudoku..

"if the nine doesn´t go there, it must go there, but if it doesn't go there then it must go there, but maybe it goes there, but if it doesn´t then it must go there"

Já hann var pínu að gera mig alveg geðveika.

En já nú er ég víst komin til Íslands, það tók mig 15 mínútur að manna mig uppí ad fara út úr flugstöðinni vegna kuldans..brrrrrrr!

Vá ætli nenni einhver ad lesa svona langa færslu- ef einhver nennir, thá má hann kommenta líka:)

föstudagur, nóvember 03, 2006

Imágenes

Thad eru komnar nýjar myndir....:)

miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Biblíuskólinn

Seinustu daga hef ég verid annarstadar en "heima". Fór fyrst til Santiago til vinkonu minnar Coral og thar versladi ég mikid og vid fórum líka mikid á djammid:) Thadan fór ég svo beint til hofudborgarinnar í heimsókn til Annel sem er mi prima (fraenka, systurdóttir "pabba") og var thar frá fimmtudegi til midvikudags. Thad var bara frábaert. Versladi enn meira..mér finnst ég alltaf vera ad versla en samt einhvern veginn versla ég svo ekkert. Ohh..pirr!

Allavega, naestum oll fjolskyldan "pabba" megin á heima í hofudborginni. Ég og Annel fórum í heimsókn til mommu hennar á laugardaginn. Madurinn hennar (sem er ekki pabbi annel) er mjog trúadur madur. Hann lifir eftir bíblíunni sá. Ég var ad borda súpu og spjalla vid thau og thau spurdu hvort ad strendurnar vaeru eins á íslandi og hér. Ég útskýrdi fyrir theim hvernig thaer vaeru heima og ad sandurinn vaeri svartur og svolleis og einhvern veginn útfrá theirri umraedu fer madurinn ad tala um gud og jesú krist og ég veit ekki hvad og hvad. Eftir matinn fór hann med mig í setustofuna og rétti mér bíblíu og lét mig lesa nokkra kafla. Ég thordi ekki fyrir mitt litla líf ad gefa í skyn ad ég vaeri alls ekki trúud og faeri helst alls ekki í kirkju. Thannig ad tharna sat Eydís og las la santa biblia med miklum áhuga á spaensku...

Svo fórum vid oll fjolskyldan í kirkju á sunnudeginum. Thetta er odruvísi en heima sem betur fer, madur drepst ekki úr leidindum tví thad er mikid sungid (svona eins og í bíómyndunum, allt svarta fólkid ad syngja og klappa). Allavega, thad var bara fínt til ad byrja med, en eftir smá stund af song fer fólkid smá saman ad tapa sér, badar út hondunum og graetur og fer ad bidja til guds...mér bara stód ekki á sama:) Thetta var ótrúlegt ad sjá. En miklu skemmtilegra en kirkjan heima samt-madur gat allavega skemmt sér vid ad horfa á fólkid tapa gedheilsunni!

Í gaer lá leidin aftur heim til Raquel og Roque. Thá fór hann ad spurja um kirkjuna heima og ég sagdi honum ad fólk faeri í kirkju adallega til ad gifta sig, fara í jardarfor eda skíra. Ég sagdi honum líka ad mjjjooog fáir faeru í kirkju á sunnudogum. Thetta fannst honum alveg hraedilegt. Thá spurdi hann mig hvort ad ég vildi gerast prestur ef ad gud kalladi á mig. Ég bara..ehh..ég veit nú ekki..hann hefur nú ekkert verid ad kalla hingad til..hehe. En thá var mér gefin bíblía og ég á ad lesa hana thegar ég fer heim. Í dag thegar ég kvaddi thau sagdi hann mér ad ég vaeri ljósid sem mundi bjarga thorpinu mínu frá glotun og ad ég aetti ad dreifa bodskap guds tharna heima..! Já, svei mér thá!

Spurning hvort ad ég lesi thessa blessudu bók...thá til ad geta svarad spurningum frá kallinum thegar ég kem naest:)

Gud veri med ykkur, kvedja Eydís