miðvikudagur, nóvember 28, 2007

"Bønder, tømre og jyske kneite"

Já það má segja að þessi helgi hafi bara verið all svaðaleg:) Fór á gammel elev fest (gamla nemanda endursamkoma--ég er ekki sleip í íslenskunni þessa daganna) í lýðháskólanum mínum í Hillerød. Það var ótrúlegt að koma þarna aftur og sjá allt og alla. Það var eins og maður hafi aldrei farið -fyrir utan að einhverjir spilltir krakkaormar þóttust eiga skólann okkar:) Það var sungið og dansað og allir skemmtu sér mjööööög vel! Nenni ekki að fara út í smá atriði þar sem þeir einu sem munu nenna að lesa það eru Elín og Regína;) Hvað er svosem helst að frétta..

Þetta hefur mér tekist að gera upp á síðkastið:

  • Æla í lest sem var full af fólki
  • Fór á "ljósmynda námskeið" sem var aldeilis ekki á planinu
  • Datt kylliflöt með andlitið í götuna (fékk samt ekki skrámu!) þegar ég var að hjóla heim úr vinnu á fyrsta og eina hálku/snjódegi danmerkur í vetur:)
  • Sofna í tíma í fyrsta sinn á ævinni og svo dreymdi mér að ég væri að detta á hjóli svo ég kipptist við, sparkaði í borðið-vaknaði og sá að allir voru að horfa á mig. Það var frábært. Ég ELSKA að vera miðpunktur athyglinnar. NOT!
  • Talandi um að vera miðpunktur athyglinnar-þá flaug ég á hausinn í vinnunni líka (það er trappa í miðjum veitingastaðnum)...svo stóð ég upp, eeeeldrauð í framan, hneigði mig og sagði: "næste forstilling om en halv time" eða "næsta sýning eftir hálftíma. Ágætis redding er það ekki??:)

Já mér hefur tekist ýmislegt:) Ég kýs bara að segja ykkur frá öllu því misgáfulega sem ég hef gert upp á síðkastið til að ykkur líði vel með ykkur sjálf;) heheheh´...en já yfirmaðurinn minn er við það sama-nema hann er hættur að hringja klukkan átta á morgnana. Hann hefur skynjað illar hugsanir mínar til hans! Svo eru alltaf einhverjir gamlir karlar eða miðaldra perrar á veitingastaðnum sem finnst að ég eigi líka að fá knús þegar þeir eru að kveðja ættingja sína eftir silfurbrúðkaups veislu eða afmæli eða einhvern fjandann ..ojjj....:)

Þetta var aldeilis skemmtilegt blogg..set inn myndir fljótlega:)

Kem til Íslands 15 des Btw...jiejjj

sunnudagur, nóvember 11, 2007

FieStA

Jæja, þar sem ég hef verið að pressa á Sólveigu að blogga þá er kannski best að ég setji inn eitt stykki færslu;) Það sem er kannski helst að frétta er bara eitthvað partýstúss og tónleika brölt...fór loksins í þetta þemapartý hjá Cörlu vinkonu minni þar sem fólk átti að mæta sem poppstjarna. Ég hafði klárlega ekki tíma til að vera í einhverju búninga stússi þar sem ég var að vinna alveg þangað til að ég fór í partíið;) En það voru einhverjir velheppnaðir búningar..(sjá myndir fyrir neðan).

Svo í gær fór ég á tónleika með Tine, Jenny Wilson var að spila-hún er ekkert smá góð. Download please. Komum heim eitthvað um klukkan 3 og svo fór ég í vinnuna í dag kl 11 og var að vinna til 23 í 200 manna veislu. Það gekk glimrandi fyrir utan að ég var með 39 stiga hita...heheh:) En já..hef svosem ekkert meira að segja..svo ég ætla bara að skella inn myndum.

Allir að kommenta!! ( Gert fyrir Sólveigu:))

Hér er Carla sem Björk í búning saumuðum af henni sjálfri;)
Mads, Katrine, David, Simon og ég á barnum (svölunum;))
Ida aka Courtney Love
Ég og Tine að fíflast fyrir tónleikana:)
Kampavínið elskar mig-og ég elska það tilbaka!!