föstudagur, júlí 28, 2006

Trust me..I am a smart blonde;)

Jamm það er engu líkara en það sé kominn tími á eitt blogg..
Já mér tókst enn og aftur að sanna það fyrir sjálfri mér að ég get verið algjör ljóska. Ég og heimilistæki eigum allavega ekki sjö daganna sæla saman! Eins og flestir sem einhvern tíman lesa bloggið mitt muna kannski eftir þá hef ég brætt brjóstahaldara í örbylgjuofni. Í gær þvoði ég hinsvegar gemsann minn á 40 á hraðþvotti. Ekki svo sniðugt! Hann er semsagt ónýtur þannig að ég keypti mér nýjan...hehe... En nú eru franskir dagar byrjaðir svo það verður nóg um að vera. Árdís mín er að koma austur í kvöld og ég hlakka geggjað til að sjá hana:) Því miður eru hinar vinkonur mínar of fátækar eða í einhverskonar þrælahaldi og komast því ekki en það verður að hafa það, ég sé þær hvort eð er næstu helgi! Anywhúú..nos vemos

sunnudagur, júlí 23, 2006

8...árum...síðar!

Jæja..já...hvað er í fréttum? Já ég er á lífi, naumlega en samt með meðvitund ennþá. Ég er búin að vera að vinna eins og mofo og það hefur bara gengið mjög vel. Ég komst að því að það að fara oftar enn einu sinni á Café Kósý eftir 12 tíma vinnudag er ekkert að bæta við orkuna hjá manni. En það er samt gaman svo aldrei að vita hvort maður geri það ekki bara oftar. Ég er búin að kynnast snilldar fólki, það er fólk frá mööörgum löndum að vinna með mér. Hmmm..það er svosem ekkert meira að frétta nema það að ég er að skemmta mér mjög vel í vinnunni! Já og það er svo að koma að frönskum dögum svo ég auglýsi eftir vinkonum mínum sem komu til mín í fyrra á franska daga. Stelpur- þið eruð hér með velkomnar aftur:) I NEEd YoU GUyS!

mánudagur, júlí 10, 2006

Ich liebe Curry Wurst

Já..það hefur ekki margt gerst hérna á Fáskrúðsfirði síðan ég bloggaði seinast...sumir segja að það að blogga á sumrin sé bara tímaeyðsla. Það kemur sér vel fyrir mig þegar ég er í fríi vegna þess að ég hef nógum tíma til að eyða! :) En vá hvað ég öfunda vinkonur mínar þær Elínu og Valgerði því þær voru að fljúga til Glasgow í dag...það er óvíst hvenær þær koma til baka! En ég vona bara að þeim gangi vel:)

Curry Wurst. Það finnst mér mjög gott, ég smakkaði það í Þýskalandi þegar ég var þar í mars í fyrra. Ef einhver veit ekki hvað það er þá er það pylsa með heitri tómatsósu og karrý...hvað um það, ég hélt að maður þyrfti að fara alla leiðina til Þýskalands til að fá svoleiðis. En mér skjátlaðist. Maður þarf aðeins að bregða sér til Breiðdalsvíkur og labba sér inn á Café Margret sem er í eigu þýskra hjóna sem bjóða að sjálfsögðu upp á þýska rétti. Þá veit ég það, næst þegar mig langar að skreppa til Þýskalands- þá er það mjög skammt frá.

Anywhúú...

þriðjudagur, júlí 04, 2006

I would walk 500 hundred miles...

Já það er víst kominn tími á eitt stykki blogg..í gær skellti ég mér á Sandfell með Héðni sem var bara aldeilis ágætt. Við fórum hinsvegar miiiklu lengri og erfiðari leið heldur en við hefðum átt að fara og á meðan Héðinn sprangaði upp fjallið eins og svissnesk fjallageit klöngraðist ég upp eins og selur í snarvitlausu umhverfi! En þetta gekk nú að lokum og við komumst upp á endanum en þar var svo mikið rok að við ákváðum að drífa okkur niður hið fyrsta;) Ég dáist samt að honum frænda mínum að hafa haft þolinmæði í þessa fjallgöngu því að hann hefði getað verið kominn upp löngu á undan mér:)

Í dag fór ég svo í sund á Eskifirði með mágkonu minni, mömmu og tveimur gríslingum..þar var sem betur fer ekkert klórgas á ferðinni þó að bræðslufýlan hafi verið fremur sterk! Svo fór afgangurinn af deginum nú bara í að gera ekki neitt..

jæja, nú ætla ég að fara og finna mér líf..auglýsi hér með eftir áhugamáli. Boccia kemur ekki til greina..og ekki heldur listsund. Tek við tillögum í kommentum:)