mánudagur, október 29, 2007

"U want tandori chicken yess?"

Jæja það er komið að því að skella inn nýju bloggi. Það sem er helst að frétta að ég er loksins komin með herbergi!! Við erum að tala um átta árum síðar en....það hlaut að koma að því;) Það fyndna við að þetta herbergi er staðsett svona ca. 50 metrum frá þar sem Ási býr. Þá veit hann það..litla systir verður í mat annan hvern dag;) hehehhh!

Svo um helgina var fótboltalokahóf, var búin að hlakka lengi til að fara í það partý. Það var úti í Lyngby sem er frekar langt frá þar sem ég bý núna, svona 30 mín með lest..en ég lét mig auðvitað hafa það. Svo borðuðum við saman og spiluðum og eitthvað..og svo fékk ég ælupest. Frábært. Gat ekki verið betri tímasetning! Þannig að ég ældi eins og múkki og þurfti svo að fara rétt áður en alvöru partiið byrjaði og ná síðasta strætóinum upp á lestarstöð.

Á strætóstoppistaðnum hitti ég einhvern indverja sem vildi ekki hætta að spjalla...og eina sem ég gat hugsað um var að yrði að passa að æla ekki á manninn! Svo settist hann við hliðina á mér í strætónum-þó svo að það væru um það bil 30 sæti laus. Grejt! Hann spjallaði og spjallaði...alla leiðina upp á lestarstöð. Hann spurði hvort hann mætti ekki fá númerið mitt-ég sagði „ehh nei ég gef ekki ókunnugum númerið mitt“ (þá meinti ég auðvitað að bara ókunnugir fallegir menn fá númerið mitt;)), en þá spurði hann hvort ég vildi ekki fá númerið hans! En ég sagði að kærastinn minn yrði afbrýðissamur..(hann veit ekki að kærastinn minn er Ashton Kutcher, en bara í draumum mínum hehhhehhJ). En ég komst svo til klakklaust upp á lestarstöð og um borð í lestina. Svo þegar ég var komin svona hálfa leið þá þurfti ég nauðsynlega að æla..AfTuR! Ég ákvað að ég þyrfti að fara út á næstu stoppistöð..en ég gat ekki beðið svo ég ældi í lestinni...! VANDRÆÐALEGT!!! Fólk hélt örugglega að ég væri dauðadrukkinn eða eitthvað;( En ég komst svo heim á endanum þar sem ég hélt áfram að kasta upp alveg þangað til klukkan 4 um nóttina en þá sofnaði ég loksins. Þetta var alveg hræðilegt. Það er ekki gaman að fá æluspest;(
Jæja ég vona að það sé gaman að lesa um ælu. Það er allavega það eina sem ég hef að segja...heheheh:) En hér koma nokkrar myndir úr fótboltapartíinu:


Þetta var leikur þar sem við erum með spjöld þar sem stendur td. Hver er gáfuðust? Svo eigum við að kjósa...:) (audvitad var ég kosin gáfudust..hahahah)

Ég og Joanna..ég er nú frískleg þó ég hafi verið lasin..er það ekki? ;)



Anita og Katrine


Ég og Lene Lind:*



Lene og Ditte eitthvad ad spassast:)

fimmtudagur, október 18, 2007

bloggidíblogg (lesist med gelgjulegi flissi)

Múúd: strezuð
Blasta: My secret lover með Private;)

Vá ó mæ god hvað ég kann þúst ekki að byrja blogg en anyways ætla bara að segja frá síðustu dögum!!! Í gær vaknaði ég kl 8 eða eitthvað og var bara gegt mygluð en vaknaði samt og fór bara þúst beint í vinnuna...

Hehehe nei ég held ég haldi ekki út að skrifa bloggfærsluna á gelgjumáli. Það væri samt fyndið(finnst mér). Það er verst að það er ekki hægt að skella bloggfærslum sem eru skrifaðar þannig bara beint inn í freetranslation.com (þýðingarvél f. þá sem ekki vita).

En ég ætla samt bara að segja svona frá því helsta sem hef verið að gera og er að fara að gera...

Hef verið að læra. Skilaði fyrstu ritgerðinni minni í háskólanum og stóðst með ágætum:) Það var ritgerð í Breskum og Amerískum fræðum sem fjallaði um þjóðir. Einstaklega áhugavert. (kaldhæðnishóst?) Nú er ég í vetrarfríi, en get ekki sagt að ég sé í einhverju fríi yfir höfuð þar sem við fengum líka hagfræði verkefni sem tekur bara milljón klukkutíma að gera. Þannig að ég hef setið yfir því með leshópnum mínum tímunum saman úti í Hvidøvre. En svona er það, maður verður að hafa fyrir því að vera í háskóla:)

Svo hef ég líka verið að vinna. Það má segja að ég sé komin með ógeð af þessum spurningum frá heimsku fólki:

"ehh eruð þið með matseðil?" (Halló!! Þetta er veitingastaður, afhverju í fjandanum heldur fólk að við séum með matseðla??)
"já..hérna..eru klósett hérna?" (Nei við notum öll vatnið sem er fyrir framan veitingastaðinn!)
"Gilda hádegistilboð líka á kvöldin?" (Missti þig einhver á gólfið rétt eftir fæðingu??)

Yfirmaðurinn minn er líka alveg jafn elskulegur og hann hefur verið. Indælis maður...NOT!!! Hann er að gera mig brjálaða. En ég ætla láta mig hafa það fram að jólum allavega. En hann fær að heyra það fljótlega að ég læt ekki bjóða mér svona.

Jáh svo er ég líka flutt í 5 sinn síðan í júlí. Nú bý ég í Valby. Bý hjá Hönnu Birnu frænku minni (við erum systradætur) og manninum hennar og tveim dætrum. Þau eru æði, það er rosa gott að vera hér;) Er líka með mitt eigið herbergi! Lúxus takk fyrir. Er samt enn að leita að íbúð eða herbergi...! Svo er ég líka enn með fötin mín í ferðatösku. Hef haft fötin mín í ferðatösku í laaangan tíma..eða réttara sagt frá 27. maí! Ætti samt að vera farin að venjast því.

Hmm..já..best að ég endi færsluna með skoðanakönnun lesendur góðir. Það er nefnilega þemapartý hjá vinkonu minni fljótlega og allir eiga að vera poppstjarna..þannig að endilega skrifið í komment hugmyndir um hvað ég á að vera.

Ætla samt ekki að raka af mér hárið til að vera Britney ef einhver var komin með þá hugmynd! ;)