mánudagur, júlí 30, 2007

Scooooore!!

Já það er orðið official, ég fékk inn í Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn. Jeiiiiiiiiiiii!! Nú vantar mig bara stað til að búa á...ef einhver veit um eitthvað-endilega láta vita;) hahah!

miðvikudagur, júlí 25, 2007

My life as a gipsy...

Jæja best að blogga aðeins! Úr vinnunni er þetta að frétta:

Enginn var rekinn.
Søren var líka rekinn, hann var ekki betri en enginn.
Enginn er farinn svo mér verða ekki boðnar gjafir frá Tyrklandi upp á dag lengur.
Søren er líka farinn svo að mér verður ekki boðið að koma með að skoða litlu hafmeyjuna eða eitthvað þvíumlíkt.
Get ekki sagt að ég sé sorgmædd yfir því;)
Japanahóparnir sem koma virðast halda að ég tali japönsku og dúndra á mig heilu samræðunum en ég kann bara ca 15 orð.
Er búin að finna minnst uppáhaldskúnnana mína, þeir hafa komið þrisvar hingað til og eru algjörlega óþolandi. Ef ég hitti þá einhvern tímann utan vinnunnar þá fá þeir sko þokkalega að heyra það!
Er að vinna á morgun en svo er ég í 4 daga fríi!

Úr “hinu” lífinu er þetta að frétta:

Annaðkvöld verður stefnan tekinn á bæinn með Tine og Lene.
Svo fæ að vita hvort ég kemst inn í háskólann á næstu dögum, ó mæ´god...
Þann 29. júlí er ég að fara á tónleika með Dinosaur Jr, þar verðum við Tine að fagna að við komumst inn eða...að við komumst ekki inn?.
Eftir tvo daga er ég að fara að flytja aftur til Ása eftir að hafa búið hjá Tine í tæpan mánuð.
Svo á ég von að tveimur af uppáhalds stelpunum mínum í ágúst, Sólveigu og Margréti.

Anýwhú...bara kvitt kvitt takk!!

Læt fylgja mynd af Cassiopeia (veitingastaðnum sem ég vinn)



sunnudagur, júlí 15, 2007

Besti titill í sögunni...

Jæja nú er góða veðrið loksins komið til Köben! Ég var ekkert smá ánægð að sjá sólina í dag. Það er búið að rigna svo mikið að ég er farin að venjast því að vera bara alltaf hundblaut á leiðinni í vinnu og á leiðinni úr vinnu;)

Dagurinn í gær var hörmulegur framan af degi. Ég vaknaði reyndar hress og kát kl 9 til að fara í vinnu. Hárið á mér var fullkomið en....svo kom ég út og viti menn það var rigning...GREAT! Þannig að ég hjólaði í vinnuna og mætti þá í blautum buxum og með úfið hár. Frábært! Það var gullbrúðkaupsveisla í gangi þannig að það var allt fullt inni í veitingastaðnum þannig að allir gestir sem komu þurftu að borða úti á verönd. Það var auðvitað skínandi sól þegar ég kom í vinnu þannig að það var snarbrjálað að gera hjá mér....og svo loksins þegar allt var farið að róast og það var bara eitt par eftir úti á verönd að borða..þá kom einhver furðulegur stormur, bara brjálað rok, þrumuveður og rigning. Ég þurfti að gjöra svo vel að taka alla dúkana af borðunum á methraða! Þannig að ég var aftur orðin rennandi blaut- þá meina ég eins og að ég hafi stokkið í sundlaug í öllum fötunum;) En þetta var stórfurðulegt, þessi stormur entist í svona 12 mínútur svo kom bara sól og logn aftur. Alveg eitt það skrítnasta sem ég hef lent í;)

En gærkvöldið var hinsvegar mjög skemmtilegt, hætti að vinna um klukkan 8 og kíkti þá aðeins á bróður og við ákváðum að ná í Tine og fara í bæinn. Það var bara ekkert smá gaman. Byrjuðum kvöldið á að spila GHF (Grundtvigs Hojskole) blandið okkar Tine og þá kemst maður í gott skap. Vantaði bara Elínu;) Spiluðum drykkjuleik og það endaði þannig að við kláruðum áfengið okkar þannig að við urðum bara að gjöra svo vel að koma okkur niður í bæ um klukkan 12;) En allavega við skemmtum okkur gríðarlega vel;)

Hehe eitt sem mér fannst ógeðslega fyndið, það er einn tyrkneskur strákur að vinna með mér annaðslagið. Hann heitir Enginn. Þannig að á vaktaplaninu stendur að enginn komi í vinnu. Svo segir maður setningar sem hljóma svona "Enginn..geturu aðeins hjálpað mér" eða.."hvar er enginn?" hahah ég get skemmt mér svo vel yfir því að hann heiti enginn;) Og ekki hjálpar það að drengurinn lítur út eins og engispretta. Vonandi tekur hann ekki nærri sér að ég hlæ að honum. ALLtaF. Æji greyið...;)

Kvitt kvitt takk;)

þriðjudagur, júlí 03, 2007

Vandræðalegt atvik!!

Hef í sjálfu sér ekkert sérstakt eða mikið að blogga um en mér fannst bara langt síðan að ég bloggaði síðast;) Mér gengur fínt í vinnunni en mér finnst mér reyndar vanta betri skó en held að ég verði nú bara að sætta mig við þá sem ég hef í bili! Annars er bara fínt að frétta, mér líkar bara vel hérna í Köben verð ég að segja...

....Í gær lenti ég samt í mjög vandræðalegu atviki sem leiddi til þess að í dag fór ég og fann mér notað stelpuhjól! Ég var að koma úr vinnunni og þurfti að taka strætó heim eins og venjulega, ég var bara rétt komin inn í strætóinn og var með mína risa nike tösku með mér...og hann fór mjög harkalega af stað þannig að ég snérist í hring, náði ekki að grípa í neitt og datt svo, taskan fyrst og svo ég ofan á þannig að ég gat ekki staðið upp og fæturnir hentust alveg lengst upp í loft. Ég stóð semsagt nánast á haus! Þetta var mjög skemmtileg lífsreynsla...NOT!! Svo settist ég skömmustuleg niður og tróð heyrnatólunum í eyrað og setti Motown í botn;) Ég var mjög feginn þegar ég átti loks að stíga niður úr strætóinum!

Svo um daginn vorum við með lítið huggulegt matarboð, eða ég..það voru bara ég, Tine, Ási og Paw, ég eldaði íslenskar fiskibollur með bernaise og soðnum kartöflum. Það gekk bara svona glimrandi;) Svo fór ég í sund í dag með Tine í Parken, sundhallirnar eru aðeins öðruvísi hér heldur en heima á íslandi, kaldar innisundlaugar og engir heitapottar, en stökkpallarnir bæta samt upp fyrir það og það var bara heljarinnar fjör;)

En jæja...þangað til næst-
Ef ÞÚ lest þetta-vilt ÞÚ þá kommenta takk!!;)