fimmtudagur, júní 26, 2008

Hej allihoppa!

Ég er búin í prófum!!!!! Einfaldlega frábært. Mér gekk vel í seinasta prófinu, thad var 20 mínútna munnlegt próf thar sem vid áttum ad verja verkefnid okkar sem vid gerdum. Vid vorum 5 sem gerdum verkefnid. Ég fékk 7 í lokaeinkunn en hinir fengu 4. Gæti ekki verid betra. Jú, kannski fyrir thau? En 7 á nyja danska skalanum er 8-9 á gamla danska skalanum, sem thydir eitthvad ágætt á íslenska skalanum? Thetta kerfi er ekki gert til ad madur eigi ad skilja thad:) En já, eins og ég segi- bara aldeilis frábært!

Eftir mikin próflestur, thá meina ég audvitad ad ég las seinustu Harry Potter bókina á 3 dögum (600 bls), Flugdrekahlauparann og A man without a Country í stad verkefnisins- tók vid vinna. Vinna...vinna...vinna...og thannig verdur thad thangad til ég fer til Íslands.

Lífid á Cassiopeia er bara alltaf eins, tjónar ad koma og fara- hele tiden. En ég ætla ad thrauka allavega til september.

Njótid sumarsins-

Thó ad sumir séu inni ad vinna í góda vedrinu:)

sunnudagur, júní 15, 2008

Ohhh Blimey...

Jæja, thá er óheppnis tímabilid byrjad. Sannleikurinn er bara sá ad ég á ekki ad vera á ferdinni neinstadar úti fyrir yfir sumartímann...ég missteig mig svo allsvadalega í fallegu háhæludu skónum mínum (Jagermeister gæti hafa átt thátt í óhappinu) ad annar fóturinn minn lítur út eins og ég sé med fílaveikina...sem thydir ad ég get ekki keppt í fótbolta á midvikudag eins og var á planinu, get ekki farid í vinnu á thridjudag (yfirmadurinn minn mun elska mig thegar ég segi honum thad...NOT!)..frábært! Ég vona bara ad thetta verdi ekki langt ferli tví ég hef einfaldlega ekki tíma í svona rugl...tharf ad vinna til ad geta ferdast:)

Talandi um ferdalög, thad er enn á planinu ad fara til íslands thann 22 júlí. En thad sem mig sárlega vantar er far frá Reykjavík og alla leid austur á Fáskrúdsfjörd, eda hálfa leid- eda bara áleidis, thann 24 júlí. Svo ef thú- lesandi gódur, ert á ferdinni á theim tíma, eda thekkir einhvern sem verdur á ferdinni thá- thá máttu endilega láta mig vita. Ég lofa ad ég er skemmtilegur ferdafélagi! :) Eda allavega ekki leidinlegur...heheh

Nåhh.. segi bara bestu kvedjur frá København

-80's

miðvikudagur, júní 04, 2008

Ooooog thad er komin tími á nyja færslu....

Hér kemur lífid í fimm hlutum:

Skólinn:
Thad gengur vel í skólanum, hef stadist öll próf hingad til og á adeins eitt lokapróf eftir. Er nybúinn ad skila heimsins leidinlegasta verkefni, sem var unnid í hópavinnu. Vid vorum fimm sem skrifudum verkefnid, 60 bladsídur um innflytjendur í Los Angeles og Bradford (England) og theirra adlögunarferli á vinnumarkadnum í vidkomandi landi. Ég get ekki sagt ad ég hafi ekki haft ljótar hugsanir um helminginn af hópnum mínum- en svona er víst hópavinna bara, er thad ekki annars?

Vinnan á Cassiopeia:
Cassiopeia Restaurant hefur ekki breyst mikid. 4 tjónar eru nyhættir og einn var rekinn! (thessi fulli☺) Thad eru semsagt komnir 3 nyir tjónar enn sem komid er. Fínasta fólk fyrir utan eina grautfúla kellingu…eldhúsid er líka í vandrædum med starfsfólk, tveir kokkar nyhættir thannig ad uppvaskarinn okkar mætir annadhvort í uppvaskara dressi eda kokkafötum og ég er spurd tvisvar á dag hvort ég vilji ekki sjá um ad gera forrétti og eftirrétti. Hef sagt pent nei vid tví hingad til☺ Erum búin ad opna veröndina sem liggur ad vatninu thannig ad thad er ALLTAF brjálad ad gera- og thad er mjög heitt thessa daganna svo madur er vid ad stikna í thessum risa uppvaskara jökkum sem vid erum látin vera í!

Litla Afríka:
Lífid gengur sinn vanagang hér í litlu Afríku. Ísskápurinn er biladur…frábært. Kakkalakkarnir eru ekki eins margir, enda búid ad spreyja eitri um alla íbúd ca fimm sinnum af einhverjum meindyraeidum. Thau eru hinsvegar búin ad fá nyja ryksygu sem virkar helvíti vel, en thad hrædilegasta vid thad er ad thau ryksuga næstum á hverjum degi- og thad er alltaf fyrir níu á morgnana!!! HVER ryksugar á theim tíma??? WTF! Thad er draugagangur í herberginu mínu, er alveg viss um thad! En ég nenni ekki ad pæla í tví og sef bara ágætlega…thegar umferdin ekki truflar mig thad er ad segja. Já og líka ef ad thad er ekki idjuleysingja samkoma rétt fyrir utan gluggan hjá mér sem er ekkert pirrandi…NEI NEI.

Fótboltinn:
Já vid erum í midju keppnistímabili og thad gengur bara allt í lagi hjá okkur. Sídustu trír leikir hafa farid- 3-2 fyrir okkur, 5-1 fyrir okkur, 2-0 fyrir okkur, og svo 7-0 ekki svo mikid fyrir okkur....;) Svo eru bara æfingar tvisvar í viku eins og thad venjulega er og vid erum mjög duglegar ad halda party eda gera eitthvad saman. Frábært bara...;)

Annad:
Hmm, já ég er komin med adra vinnu sem ég hef reyndar stundad sídustu tvo mánudi eda svo..er ad trífa einu sinni í viku hjá frænku minni. Thad er fínt, gott fyrir hennar gedheilsu, og enn betra fyrir mína! ☺ Stefni enn á ad koma til Íslands til sumar, tharf bara adeins ad selja sál mína djöflinum ádur en ég kaupi farmida..! Á kærasta (eda “vin” eins og módir mín vill kalla thad), fyrir thá sem ekki vita, og vid höfum verid saman í tvo mánudi eda svo og thad er persónulegt met ad ég sé ekki komid med hrikalegt óged af honum og hugsi ekki um annad en ad hætta med honum. Svo thad bara gæti ekki verid betra. Hvad er thad meira sem flokkast undir annad----? Hmm, Já, er ad fara á Celine Dion tónleika med bródur mínum á morgunn, thad verdur ábyggilega mikil upplifun☺ ...flyt svo frá litlu afríku í ágúst og ætla ad búa saman med henni Sólveigu minni á stenhuggervej í Nord Vest. Hlakka mjög mikid til!

Jæja, thá er allavega komin inn ein færsla thó hún sé ekki mjög skapandi, eda fródleg. En er nú svo ad fara ad koma mér í háttinn eftir langan vinnudag og ein bjór med Ása bródur á Masken. Thad er sko danskur frídagur í dag thannig ad mjög margir voru á djamminu í bænum. (lögleg afsökun er thad ekki??) ☺

Njótid tess ad vera thid-

-80’s

Ps: Mæli med tví ad thid lesid "A Man Without a Country" eftir Kurt Vonnegut. Madurinn er snillingur. Bara ef ykkur leidist..thid vitid...;)