miðvikudagur, febrúar 28, 2007

Ammilli

Já ég á víst afmæli í dag og er ordin tvítug á ný. Gaman ad tví! Hér má eimmitt sjá grídarlegan spenningin yfir tví ad vera ordin einu ári eldri:

Afmælisdeginum verdur svo eytt í ad elda múslimskan ramadan mat..undarlegt...

En takk fyrir kvedjurnar...:*

I am old..OLD!

fimmtudagur, febrúar 22, 2007

Hvor er det sjovt..!

Hvað get ég sagt ykkur? Hmm...í seinustu viku hringdi Ási bróðir í mig og sagði að ég yrði að vera laus á laugardaginn og koma til Kaupmannahafnar. Hann vildi ekki segja mér af hverju. Ég sagðist auðvitað geta komið..og vildi náttúrulega ekki viðurkenna að ég væri að drepast úr forvitni. En það er ekkert nýtt að ég sé forvitin, held svei mér þá að það sé bara eitthvað ættgengt!  En svo kom að því, við vorum að fara til Malmø að skoða okkur um, versla og fara út að borða. Það er afmælisgjöfin frá Ása til mín í ár. Takk ástin:* Þetta var bara mjög góður dagur hjá okkur systkinunum! Ég færðist ennþá nær því að verða sett í skuldafangelsi á Íslandi þegar ég kem aftur til baka, og Ási fékk að kaupa sér Red Bull sem er víst ólöglegur í Danmörku, hann fann líka Red Delicious epli sem ekki eru seld í Danmörku og hann borðaði það með bestu lyst eins og má sjá á myndinni hér að neðan:
Vikan hefur svo bara liðið hægt og rólega, fékk reyndar viðvörun frá skólastjóranum fyrir lélega mætingu í tíma. Veit nú ekkert hvað hann meinar með því, er hann hræddur um að ég muni ekki kunna að föndra eftir að hafa misst af einum tíma eða að ég gæti hugsanlega ekki getað málað mynd af epli eftir að hafa stolist að versla með stelpunum í staðinn fyrir að mæta í myndlistartíma...det ved jeg slet ikke!

Jarle hefur svo verið í heimsókn hjá mér síðan á mánudag, erum búin að hafa það mjög gott og afar rólegt! Hann fer svo til Íslands á morgun að vinna meira á Reyðarfirði, sem er líklega bara tóm hamingja fyrir hann

Í dag var svo skyldu-dansæfing fyrir Gala-veislu sem er fljótlega. Við þurftum að dansa Lancier sem er hóp og paradans sem maður sér oft t.d í myndum frá viktoríutímanum, (þar sem allir hneigja sig og beygja, snúa sér í hringi og alls konar vesen!) ég tók mig klárlega mjög vel út í því. Er auðvitað búin að fá hellings æfingu eftir að ég og Elín (og tveir aðrir) vorum að gera dansvideo í kvikmyndagerð. Það er óskarinn fyrir það skal ég segja ykkur. Það verður sýnt á laugardaginn. Þá verður eimmitt Valgerður vinkona í heimsókn hjá mér og Elínu, hlakka ekkert smá til!

En eins og þið hafið lesið þá hef ég það mjög fínt þrátt fyrir skítakulda og snjó “þunga” hér í Danaveldi. En af Regínu er það að frétta að hún heldur að það sé þrír klukkutímar í sólarhringnum á norðurpólnum og ef maður biður Elínu að koma með íslensk orðatiltæki þá horfir hún á mann með skrítnum svip og segir “ha, tryllitæki”?? Þær eru klárlega búnar að drekka of mikið hérna...híhí..!

Vonandi nennir einhver að lesa þessa færslu, þetta er allt of langt..og líka með myndum..en endilega plís kommentið takk! Líka fólk sem ég þekki ekki takk! 

Hér er svo eimmitt mynd af mér á kaffihúsi í Malmø..

Kveðja frá Hillerød,

Ædís Teimisdottir ( þetta vilja danir endilega kalla mig..)

mánudagur, febrúar 12, 2007

Fastelavnsfest!

Ég er mjög góð í að taka bara punktafærslu á hlutina svo ég ætla bara að gera það!

· Fimmtudagskaffihúsakvöld (eitt orð eða fleiri??) var tekið með trompi af okkur Íslensku stelpunum og við smelltum í okkur einum sex bjórum eða svo..
· Mættum í morgunmat klukkan átta á föstudagsmorguninn..ótrúlegt en satt!
· Föstudagur var líka tekinn með trompi, drukkum aftur eins og meðalvíkingar og sýndum hvað við gátum í Singstar..og líka hvað við gátum bara alls ekki..:)
· Á laugardaginn fór ég svo að sækja Bonnie vinkonu mína sem ég hef ekki séð í þrjú ár, eða síðan við vorum skiptinemar úti í Dóminíska..
· Það var fastelavns þema á laugardagskvöldinu, fastelavn er eins og öskudagurinn á Íslandi.Ég drakk eins og ég væri fimm full vaxnir menn.. heila Bacardi Limón flösku (stóra), 4 bjóra og rauðvín....
· Afleiðingarnar af þessari drykkju hjá okkur stelpunum voru þær að við dönsuðum eins og við ættum lífið að leysa, spiluðum fótboltaspil sem er skuggalega erfitt þegar maður er fullur, sumir sungu íslenska þjóðsönginn..hástöfum..inni í símaklefa..ekki ég..hehe..við töluðum dönsku eins og innfæddar..eða héldum það...og ég blandaði saman spænsku, ensku, dönsku og íslensku..og sumir fóru í Stela Sprota og Hlaupa leik...ekki ég..en fyndið!! J
· Vaknaði þrátt fyrir allt þetta aldeilis fersk á sunnudaginn og við skelltum okkur allar beint í Brunch.
· Eftir Brunch fór ég svo með Bonnie til Köben og þar fengum við okkur meira að borða og spjölluðum á spænsku allan daginn! Mjög fín helgi myndi ég segja...

Vona bara að mamma og pabbi komist ekki yfir þessa færslu..híhí

En ákvað að láta myndir fylgja með víst að það er yfir höfuð hægt..

Allir að kommenta takk...!!!

Kveðja frá Danmark...

Hér er koma myndir af okkur vitleysingunum..

mánudagur, febrúar 05, 2007

Baðherbergið mitt


Eins og sést alveg klárlega á þessari mynd ad nedan þá er baðherbergið mitt hérna í Hillerød ekkert sérlega stórt. Eftir þennan tíma sem ég hef verið hér hef ég samt séð að það hefur uppá mjög marga möguleika að bjóða...

Það er til dæmis hægt að:

  • Fara á klósettid medan madur er í sturtu..
  • Tannbursta sig meðan maður er á klósettinu..hljómar illa samt..
  • Nota tannþráð í sturtunni..
  • Þrífa baðherbergið meðan maður er í sturtu..
  • Athuga hvort maður geti labbað upp veggina með hendur á öðrum og lappir á hinum..
  • Æfa gretturnar í speglinum á meðan maður er að setja sjampóið í hárið..
  • Plokka augabrúnirnar í sturtunni..
  • Telja allar flísarnar á gólfinu..og á veggjunum á 30 sekúndum

Já ég verð að segja að það er margt sem litla baðherbergið býður uppá!!

Ætla samt að taka fram að ég hef ekki prufað alla möguleikana...