Velkominn á nýja bloggið mitt sem ég setti upp hérna á blogspot þar sem ég var kominn með mjög mikið ógeð af því að blogga á blog central:) Hérna getið þið lesið um það sem er að gerast hjá mér..t.d sögur af því hvað ég er mikil ljóska! Hehe..kannski að ég byrji bara á því að segja hvað ég gerði í gær (ó mæ god). ´
Ok..það eru sumir sem stinga fötum í örbylgjuna til að þurrka þau þegar mikið liggur á og enginn þurkkari er fyrir hendi..nú ég geri það ekki en ég sting einstaka flík inn og stilli á nokkrar sekúndur til að ná djamm-reykingarlyktinni úr hreinum fötum..en í gær þá stakk ég brjóstahaldaranum mínum inn..hehe..og spangirnar sem VORU í honum voru úr plasti..þannig að brjóstahaldarinn minn bráðnaði all verulega..ég held ég hafi nú bara verið heppin að kveikja ekki í með honum! Ég þurfti að gjöra svo vel að opna alla glugga upp á gátt og opna hurðina líka..og þannig var það í um það bil eina klukkustund. Skemmtilegt ekki satt? Þannig að ég komst að þeirri niðurstöðu að ég gæti einfaldlega ekki neitað því lengur að ég er algjör ljóska! Ég ætlaði reyndar að skrifa fyrst að þetta hafi verið vinkona mín..en ég vissi nú að enginn tryði því:) Anyways..stay "tuned" for more stupid stories of silly me!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Eydís, Eydís, Eydís! Bara þú elskan. Til hamingju samt með nýtt blogg, ef þig vantar hjálp við html mál bara að hafa samband, en nokkuð fær he´r :)
hehehehehehehe þvílík snilld....hehe hvernig væri bara að nota venjulega ofna;)
Skrifa ummæli