föstudagur, nóvember 10, 2006

jáhh..svona er lífiið....

Já þá er ég víst komin til Íslands. Það fór ekki fram hjá mér, nei, hér er sko skííítakuullldi! Hér kemur svo ferdasagan mín...

Já ég lagði af stað frá Dóminíska þann 7 nóvember kl 4 ad staðartíma. Í þeirri flugvél lenti ég við hliðina á hjónum frá San Fransisco de Macorís sem voru aðeins of vingjarnleg fyrir minn smekk. Þau vildu nú endilega ad ég færi með þeim og fjölskyldu þeirra á ströndina næst þegar ég kæmi og við gætum nú bara gist á hóteli og eitthvað..ehhmmm halló þekki ég þetta fólk eitthvad? NEI!! Það endaði nú samt með því ad konan náði nú að þröngva upp á mig e-meilinu sínu...djees.

Við komuna til Bandaríkjanna fattaði ég allt í einu ad til ad komast inn í landið þarf maður að hafa nákvæmar upplýsingar um dvalarstað í landinu. Var Eydís með þær? Neiii...þannig ad ég þurfti ad gjöra svo vel og skálda upp eitt heimilisfang í röðinni ad borðinu..það tók mig ansi langan tíma ad komast að borðinu samt þar sem ég var notaður sem túlkur fyrir alla dóminíkanana sem ekki töluðu ensku. Frábært, bara frábært! Þegar ég loksins komst ad borðinu þá beið þar þunglyndasti maður sem ég hef nokkurn tímann átt samskipti við. Svona var samtal okkar:

Ég: Good evening.
Gaurinn: Yeah..whatever.
Gaurinn: Papers please.
Ég: Here you go sir.

Hann skoðaði blöðin og sá þá að það vantaði húsnúmerið í heimilsfangið...

Gaurinn: What is the number of the house??
Ég: uhmm..48!
Gaurinn: Do you see that anywhere on this paper??
Ég: no..
Gaurinn: Didn't think so.

Svo sá hann að flugfreyjurnar höfðu látið okkur hafa annað blað sem var ekki rétta blaðið..

Gaurinn: You have to fill this one out. Come back when u r done.
Ég: ok..
Ég: ok i am done.
Gaurinn: Well, let's see how we did this time!

Vá þessi gaur var baara dónalegur..en hann hleypti mér þó inn í landid á endanum:)

Ok, þegar ég komst loksins út úr flugvellinum beið frænka mín eftir mér. Dóminikönsk frænka það er að segja..

Jáh, hverjar eru líkurnar á því að manneskja sem veikist nánast aldrei fái 40 stiga hita þann eina dag sem hún er í New York?

Og hverjar eru líkurnar á því að þann eina dag sem ég var í New York að það rigni svo mikið að það séu flóð útum allt?

Jáh..og hverjar eru líkurnar á því að af 350 sætum í flugvél ad sætið hennar Eydísar sé það eina sem ekki hallast aftur?

Og að gaurinn sem situr vid hlidina á þér sé sá eini sem vildi ekki sofa?

Á leidinni frá New York semsagt var ekki mjög þægilegt...

Svíinn sem sat vid hlidina á mér vildi bara ekki þegja- hann taladi allan tíman um Sudoku..

"if the nine doesn´t go there, it must go there, but if it doesn't go there then it must go there, but maybe it goes there, but if it doesn´t then it must go there"

Já hann var pínu að gera mig alveg geðveika.

En já nú er ég víst komin til Íslands, það tók mig 15 mínútur að manna mig uppí ad fara út úr flugstöðinni vegna kuldans..brrrrrrr!

Vá ætli nenni einhver ad lesa svona langa færslu- ef einhver nennir, thá má hann kommenta líka:)

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Las hana af skyldurækni einni saman. Tollurinn í BNA hefur að geyma svo kurteisa og þolinmóða einstaklinga,hmmm. Næst þegar þú kemur verðuru kærð fyrir þetta vitlausa heimilisfang ;)

Nafnlaus sagði...

haha, snilldar færsla ;o) mjög krydduð heimferð greinilega!
þér hlýtur nú samt að finnast pínu gott að vera komin heim...þrátt fyrir kuldann... kopf hoch!

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir frábæra helgi elskan!!

Nafnlaus sagði...

Velkomin til landsins aftur! :)