mánudagur, febrúar 05, 2007

Baðherbergið mitt


Eins og sést alveg klárlega á þessari mynd ad nedan þá er baðherbergið mitt hérna í Hillerød ekkert sérlega stórt. Eftir þennan tíma sem ég hef verið hér hef ég samt séð að það hefur uppá mjög marga möguleika að bjóða...

Það er til dæmis hægt að:

  • Fara á klósettid medan madur er í sturtu..
  • Tannbursta sig meðan maður er á klósettinu..hljómar illa samt..
  • Nota tannþráð í sturtunni..
  • Þrífa baðherbergið meðan maður er í sturtu..
  • Athuga hvort maður geti labbað upp veggina með hendur á öðrum og lappir á hinum..
  • Æfa gretturnar í speglinum á meðan maður er að setja sjampóið í hárið..
  • Plokka augabrúnirnar í sturtunni..
  • Telja allar flísarnar á gólfinu..og á veggjunum á 30 sekúndum

Já ég verð að segja að það er margt sem litla baðherbergið býður uppá!!

Ætla samt að taka fram að ég hef ekki prufað alla möguleikana...

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

haha... thad er líka frekar audvelt ad fara í gufubad ef madur er lengi í sturtu...:)

Nafnlaus sagði...

hahahaa snilld! heppin! ég myndi samt ekki reyna að pissa og klifra upp veggina samtímis.. eða ertu kannski BÚIN að prófa það..? ;)

Nafnlaus sagði...

Tetta litur bara nanast alveg eins ut og badherbergid mitt :o)

Nafnlaus sagði...

Er þetta svona 2 in 1 vaskur og klósett?? ef ekki þá ætti þetta að vera í lagi...

Ási sagði...

já mér finnst þetta með að þrífa meðan ég er í sturtu afskaplega "Bree" legt og því ánægður :)

Nafnlaus sagði...

Hehehe snilldar badherbergi;)
Klosettid mitt herna i bretlandi er i einu herbergi med bleiku veggfodri og teppi!!! Vaskurinn er svo i odru herbergi. Skil ekki breskan arkitektur!!

Nafnlaus sagði...

Þetta er án efa fyndnasta baðherbergi sem ég hef séð (mynd af) ;)
Það hefur klárlega sinn sjarma, krúttlegt og ... hressandi ;)