Eins og sést alveg klárlega á þessari mynd ad nedan þá er baðherbergið mitt hérna í Hillerød ekkert sérlega stórt. Eftir þennan tíma sem ég hef verið hér hef ég samt séð að það hefur uppá mjög marga möguleika að bjóða...
- Fara á klósettid medan madur er í sturtu..
- Tannbursta sig meðan maður er á klósettinu..hljómar illa samt..
- Nota tannþráð í sturtunni..
- Þrífa baðherbergið meðan maður er í sturtu..
- Athuga hvort maður geti labbað upp veggina með hendur á öðrum og lappir á hinum..
- Æfa gretturnar í speglinum á meðan maður er að setja sjampóið í hárið..
- Plokka augabrúnirnar í sturtunni..
- Telja allar flísarnar á gólfinu..og á veggjunum á 30 sekúndum
Já ég verð að segja að það er margt sem litla baðherbergið býður uppá!!
Ætla samt að taka fram að ég hef ekki prufað alla möguleikana...
7 ummæli:
haha... thad er líka frekar audvelt ad fara í gufubad ef madur er lengi í sturtu...:)
hahahaa snilld! heppin! ég myndi samt ekki reyna að pissa og klifra upp veggina samtímis.. eða ertu kannski BÚIN að prófa það..? ;)
Tetta litur bara nanast alveg eins ut og badherbergid mitt :o)
Er þetta svona 2 in 1 vaskur og klósett?? ef ekki þá ætti þetta að vera í lagi...
já mér finnst þetta með að þrífa meðan ég er í sturtu afskaplega "Bree" legt og því ánægður :)
Hehehe snilldar badherbergi;)
Klosettid mitt herna i bretlandi er i einu herbergi med bleiku veggfodri og teppi!!! Vaskurinn er svo i odru herbergi. Skil ekki breskan arkitektur!!
Þetta er án efa fyndnasta baðherbergi sem ég hef séð (mynd af) ;)
Það hefur klárlega sinn sjarma, krúttlegt og ... hressandi ;)
Skrifa ummæli