Ó, blessuð vertu sumarsól,
er sveipar gulli dal og hól
og gyllir fjöllin himinhá
og heiðavötnin blá.
Nú fossar, lækir, unnir, ár
sér una við þitt gyllta hár.
Nú fellur heitur haddur þinn
á hvíta jökulkinn.
Þú klæðir allt í gull og glans,
þú glæðir allar vonir manns,
og hvar sem tárin hvika' á kinn
þau kyssir geislinn þinn.
Þú fyllir dalinn fuglasöng,
nú finnast ekki dægrin löng,
og heim í sveitir sendirðu' æ
úr suðri hlýjan blæ
Þú fróvgar, gleður, fæðir allt
um fjöll og dali' og klæðir allt,
og gangirðu' undir gerist kalt,
þá grætur þig líka allt.
Ó, blessuð vertu sumarsól,
er sveipar gulli dal og hól
og gyllir fjöllin himinhá
og heiðavötnin blá.
Já, pabbi kann víst ad lesa bloggid mitt..:)
8 ummæli:
Það hlaut að koma að því að þú færir yfirum... öll þessi drykkja getur ekki annað en farið illa með mann...
Hehe... verður það til þess að við fáum ekki neinar fleiri krassandi fréttir frá þér á meðan þú ert í danaveldinu.. :)
kv. Gréta
Eru þetta afleiðingar þess að hoppa út um gluggann og láta Dana sleikja á þér augað? ;o)
O vá... en falleg færsla hjá thér :)
hei thad sleikti engin dani á mér augad takk fyrir!!!
En hvad tetta er fallegt hja ter, lysir lifinu herna i skolanum ofsalega vel.
en já, støkk heldur ekki útum gluggann, valgerdur thú hefur alveg miskilid færsluna hennar sólveigar:)
Jiis, afar áhugavert.
Skrifa ummæli