
Hér er verid ad fagna markinu mínu, ég er tharnar einhverstadar í midjunni:)
Thetta er stelpna fótboltalid Grundtvigs Højskole...
Það hefur verið hefð í Grundtvigs Højskole til margra ára að það sé keppt í fótbolta við kristinn íþrótta-højskole á hverju ári. Grundtvigs hefur aðeins unnið tvisvar, strákaliðið einu sinni og stelpuliðið einu sinni. Í ár var ég í liðinu, við byrjuðum að æfa fyrir tæpum tveimur mánuðum og höfum náð miklum framförum þar sem flestir í liðinu voru að spila fótbolta í fyrsta sinn.
Skólastjórinn byrjaði daginn á að tilkynna að við fengum bjór ef við ynnum eða gerðum jafntefli og einnig að við mættum helst ekki hrópa “Guð er dauður” eða eitthvað þessháttar að okkar trúuðu andstæðingum.
Ég get ekki sagt að ég hafi haldið að við myndum vinna þar sem í fyrra fór leikurinn 9-0 og þar áður 18-0 fyrir þeim kristnu. En við unnum heldur ekki, leikurinn fór 2-2 og ég skoraði annað markið af tveimur- og það var bara mjög flott þó ég segi sjálf frá. Ég var líka laaangt fyrir utan teig þegar ég tók skotið (þar sem ég var nú í vörn). Þetta var mjög skemmtilegt og mér finnst við hafa unnið þar sem jafntefli er sigur fyrir mig því ég HATA að tapa. Það er bara eitthvað sem ég þoli ekki. Svo unnum við líka þrjá kassa af bjór frá skólastjóranum sjálfum;)
Strákarnir töpuðu hinsvegar 3-1 og þeir voru ekki sáttir og voru mjög afbrýðisamir yfir okkar jafntefli...þeir fá heldur engan bjór! HAHA.
...og viljiði endilega kommenta takk!!
6 ummæli:
Til lykke!
Tak for det:)
Tid vorud klárlega miklu betri en tær ;)
hei, er akkúrat að horfa á bend it like beckham á þýsku! fótboltaáhuginn þú veist... ;)
herzlichen glückwunsch!
stóðuð ykkur glæsilega og áttuð greinilega vel skilið að fá bjór!!! hehe
Fótboltaáhuginn er væntanlega ad fara med thig Sólveig:)
Skrifa ummæli