Föstudagur
Þetta byrjaði ekki neitt sérlega vel, þetta var allavega ekki spennandi þannig að ég og Tine vinkona mín skírðum þetta Ullfuck Sukstival í staðinn og náðum í penna og breyttum titlinum á öllum auglýsingunum sem var búið að setja upp. Það fannst okkur ekki sérlega góð hugmynd morguninn eftir svo að við tókum þær niður aftur;) Svo þegar tónlistin var ekki að gera sig héldum við mini-partý í herberginu hennar Tine þar sem við settum Motown Classics á fullt. Bara snilld-lag helgarinnar er klárlega Mr.Postman, sem við sungum hástöfum alltaf-og allstaðar.
Laugardagur
Hann byrjaði með örlítilli þynnku við Brunch en svo fórum við, ég Elín og Tine út á gras og sváfum þar í góðu veðri í svona 3 tíma eða svo. Svo var aftur partý um kvöldið auðvitað, sem var mjööög skemmtilegt. Það er svosem ekkert gaman að segja frá öllu þar sem það veit enginn hvaða fólk ég er að tala um og svoleiðis. En það var allavega geggjað gaman, við dönsuðum eins og bjánar allt kvöldið, svo spilaði ég fótbolta, körfubolta og snú snú inni í leikfimissalnum, það var bara fyndið. Ég var ekki slæm þrátt fyrir að hafa verið búin að drekka nokkra bjóra.
Sunnudagur
Það var sofið úti á grasi allan daginn, farið svo og borðað pizzu...svo horfði ég á Århus by night með Tine og Idu. Búin að finna mér einn af mínum uppáhaldsleikstjórum- hann heitir Nils Malmros og hefur meðal annars gert Kundskabets træ, Kærlighedens Smerte og þessa mynd sem ég sagðist hafa horft á. Bara svona að mæla með honum ef ykkur vantar eitthvað til að horfa á-á dönsku það er að segja;)
Setningar helgarinnar eru klárlega þessar:
- “I’m gonna take u two to bed” ( sagt með perralegri röddu við mig og Tine af fyndnasta manni í heimi..haha)
- “U break u buy” (Ég að reyna að lýsa persónuleika einnar manneskju hér í skólanum- okkur fannst þetta allavega mjög fyndið)
- “His pants are the essence og his hotness” (Tine vinkona að tala um strákinn sem henni finnst agalega spennandi)
Ætla að enda þetta á nokkrum myndum bara svona til að krydda þetta aðeins:)
Thetta er ég med Emmu- stelpu frá Danmørku.
Tine Handicap Madsen is in daaa house:) Svo er myndin f. nedan af mér og Elín og Tine eru ad blása á mér hárid- theim fannst thad svaka gód hugmynd...
5 ummæli:
takk, mig brrráðvantar einmitt eitthvað til að horfa á á dönsku.
hress færsla, schätzchen! ;)
Stuð stuð stuð
Ég vildi að ég hefði einhvern mér til halds og traust hérna þegar perrarnir var að reyna við mann í ræktinni:S
How much do you benchpress???
Án efa ein lélegasta pick-up lína sem ég hef á æfi minni fengið:P
haha, snilld sunna!
mér fannst hún líka góð hér um árið: "hvað fékkstu í liðleikaprófinu í leikfimi?" ;)
hehe já flott pick up lína:)
Hey er búin ad sjá sídasta hlutann úr Kuntskabens træ (var sofandi yfir hinum...). Hún var ædi :o)
Skrifa ummæli