Jæja þá er komið að því að ég bloggi í fyrsta sinn á árinu 2008. Ég vil byrja á að óska ykkur gleðilegs árs og þakka fyrir það gamla. Um jólin var ég heima á Fáskrúðsfirði, það var æðislegt. Það var auðvitað allt of mikið af mat í boði en það fylgir víst jólunum:) Svo skellti ég mér á djammið á annan í við jólum, fór fyrst á Sumarlínu, þar voru mjööög fáir en það var góðmennt. Það endaði svo með því að ég ákvað að skella mér á ball á Eskifirði með Aðalbjörgu og Grétu. Það var bara mjög fínt, Á móti Sól var að spila. Svo fór ég líka í Jeppaferð upp í staðarskarð með systur, bróður, 2 mágum mínum og Bjarneyju Birtu einhvern tímann milli jóla og nýjárs. Það var skelfilegt en samt gamanJ Geggjað útsýni...
En já, myndir, eigum við ekki að segja að ég skelli bara inn myndum þegar ég er búin að kaupa nýja tölvuJ
Hilsen, 80‘s!
3 ummæli:
Segi bara takk sömuleiðis fyrir að koma! Það fannst öllum voða gaman að hafa þig :o) Sjáumst svo hressar 6. jan.
drífðu þig þá að kaupa nýja tölvu!
;) það var ánægjulegt að sjá þig babycakes
Takk fyrir maltið og appelsínið um daginn :)
Gleðilegt ár, frábært að þú hafir haft það svona gott :D
Skrifa ummæli