þriðjudagur, janúar 15, 2008

Undarlegir meðleigjendur!

Já það má segja að meðleigjendur mínir séu meira og minna furðulegir.

Olivia: 26 ára stelpa frá Kamerún. Er gift Laurence. Hún er desibel drottning Afríku og talar svona langt yfir þeirri tíðni sem þarf til. Hún talar stöðugt í símann- á nóttunni, og talar sko ekkert lágt, held ekki að hún fatti að hún eigi ekki að öskra yfir til Afríku- heldur nota símtækið! Hún eldar á morgnanna á milli 7 og 8...með tilheyrandi afríkanskri músík og ekki svo góðum ilmi. Hún geymir hárkolluna sína fyrir ofan klósettið, sem varð til þess að ég fékk næstum taugaáfall þar sem þetta líkist einhverskonar villidýri. Ef hún fær heimsóknir þá er það mjög snemma á morgnanna og þá eru sko aldeilis lætin þegar afríkanskar desibel drottningar koma saman.

Laurence: Maðurinn hennar Oliviu. Það besta við hann er að hann er alltaf fjarverandi:)

Salem: 30 ára maður frá Ghana. Hann eldar sínar máltíðir á nóttunni. Held að hann lifi á einhverskonar svínafitu eða fiskhausum. Það var hann allavega að elda þegar ég læddist til að kíkja í pottana sem ég varð að gera því það var svo fjandi vond lykt af þessu! Hann er ekki hávær, en það er það sem gerir hann mest creepy þegar hann stendur fyrir framan hurðina mína þegar ég opna. Hann fékk líka símanúmerið mitt með því skilyrði að hann notaði það aðeins í neyð, t.d. þegar hann væri læstur úti. Síðan þá hef ég stöðugt fengið hringingar eða skilaboð sem byrja öll á "hey baby girl".

Fékk til dæmis ein 16 skilaboð í fyrrakvöld. Það skiptir engu þó ég svari ekki. Kræst.

anywhú..bara bið að heilsa frá Köben!

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Nú hefurðu sko aldeilis sögur til að segja barnabörnunum samt ;o)

Nafnlaus sagði...

haha... hárkolluna?

Mademoiselle Eydís sagði...

Já hún á einhverjar hárkollur..skil ekki alveg þar sem hún er alveg með hár..heheh:)

Nafnlaus sagði...

Hún er bara með hárkollufetish eins og Sólveig :op

Nafnlaus sagði...

Þetta eru allt saman frændur mínir og frænkur :Þ

Nafnlaus sagði...

skrautlegt fólk sem leigir þarna með þér eru þetta einntómir halanegrar...............