Já það er víst kominn tími á eitt stykki blogg..í gær skellti ég mér á Sandfell með Héðni sem var bara aldeilis ágætt. Við fórum hinsvegar miiiklu lengri og erfiðari leið heldur en við hefðum átt að fara og á meðan Héðinn sprangaði upp fjallið eins og svissnesk fjallageit klöngraðist ég upp eins og selur í snarvitlausu umhverfi! En þetta gekk nú að lokum og við komumst upp á endanum en þar var svo mikið rok að við ákváðum að drífa okkur niður hið fyrsta;) Ég dáist samt að honum frænda mínum að hafa haft þolinmæði í þessa fjallgöngu því að hann hefði getað verið kominn upp löngu á undan mér:)
Í dag fór ég svo í sund á Eskifirði með mágkonu minni, mömmu og tveimur gríslingum..þar var sem betur fer ekkert klórgas á ferðinni þó að bræðslufýlan hafi verið fremur sterk! Svo fór afgangurinn af deginum nú bara í að gera ekki neitt..
jæja, nú ætla ég að fara og finna mér líf..auglýsi hér með eftir áhugamáli. Boccia kemur ekki til greina..og ekki heldur listsund. Tek við tillögum í kommentum:)
þriðjudagur, júlí 04, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Ég skal kenna þér golf einhverntímann þegar er gott veður... fínt áhugamál. Annars er alltaf hægt að labba fjöll þegar manni leiðist... það er allavega nóg af þeim hérna!
hehe já maður fer að verða duglegri í fjallgöngununum og svo er ég til í golf líka:)
heh... listsund er örugglega skemmtilegt :)
En já, ég glími líka við þetta vandamál... að þurfa að finna sér einhver áhugamál fyrst að skólinn tekur ekki tímann manns núna...
já þetta er ekki að gera sig:)
ummm... að hafa akureyri sem áhugamál myndi ef til vill koma sér vel... ;)
Svaðalegur dugnaður á ykkur frændsystkinum. Hefði viljað vera með, aldrei náð á sandfellið :(
Skrifa ummæli