mánudagur, júlí 10, 2006

Ich liebe Curry Wurst

Já..það hefur ekki margt gerst hérna á Fáskrúðsfirði síðan ég bloggaði seinast...sumir segja að það að blogga á sumrin sé bara tímaeyðsla. Það kemur sér vel fyrir mig þegar ég er í fríi vegna þess að ég hef nógum tíma til að eyða! :) En vá hvað ég öfunda vinkonur mínar þær Elínu og Valgerði því þær voru að fljúga til Glasgow í dag...það er óvíst hvenær þær koma til baka! En ég vona bara að þeim gangi vel:)

Curry Wurst. Það finnst mér mjög gott, ég smakkaði það í Þýskalandi þegar ég var þar í mars í fyrra. Ef einhver veit ekki hvað það er þá er það pylsa með heitri tómatsósu og karrý...hvað um það, ég hélt að maður þyrfti að fara alla leiðina til Þýskalands til að fá svoleiðis. En mér skjátlaðist. Maður þarf aðeins að bregða sér til Breiðdalsvíkur og labba sér inn á Café Margret sem er í eigu þýskra hjóna sem bjóða að sjálfsögðu upp á þýska rétti. Þá veit ég það, næst þegar mig langar að skreppa til Þýskalands- þá er það mjög skammt frá.

Anywhúú...

3 ummæli:

Ási sagði...

Nammi namm. sauerkraut líka takk

Ási sagði...

Ekki margir sem taka undir það sé ég:)

Nafnlaus sagði...

hahahh, jú mér finnst það nú bara nokkuð ágætt sjáðu til. ;o)
en eydís mín, ég frétti að þú ætlaðir að kíkka í heimsókn í næsta fríi. hvenær verður það nú??
og hvar verðuru um versló? :)
þú veist að glasgow-búarnir verða brátt á heimleið, svo ak verður aðalstaðurinn! :oD