föstudagur, júlí 28, 2006

Trust me..I am a smart blonde;)

Jamm það er engu líkara en það sé kominn tími á eitt blogg..
Já mér tókst enn og aftur að sanna það fyrir sjálfri mér að ég get verið algjör ljóska. Ég og heimilistæki eigum allavega ekki sjö daganna sæla saman! Eins og flestir sem einhvern tíman lesa bloggið mitt muna kannski eftir þá hef ég brætt brjóstahaldara í örbylgjuofni. Í gær þvoði ég hinsvegar gemsann minn á 40 á hraðþvotti. Ekki svo sniðugt! Hann er semsagt ónýtur þannig að ég keypti mér nýjan...hehe... En nú eru franskir dagar byrjaðir svo það verður nóg um að vera. Árdís mín er að koma austur í kvöld og ég hlakka geggjað til að sjá hana:) Því miður eru hinar vinkonur mínar of fátækar eða í einhverskonar þrælahaldi og komast því ekki en það verður að hafa það, ég sé þær hvort eð er næstu helgi! Anywhúú..nos vemos

2 ummæli:

Ási sagði...

Er þetta ekki að verða efni í bók, þ.e. ljósku stuntin þín :Þ

Love you...

Nafnlaus sagði...

Hellu! :)
Mig langaði bara til þess að þakka þér fyrir þá Frönsku... ;) Það var æðislegt að hitta þig aftur þó að það hafi verið allt of lítið sem við hittumst - en við hittumst þó! :-D

Ég bið síðan bara að heilsa Jarle...;)