sunnudagur, júlí 23, 2006

8...árum...síðar!

Jæja..já...hvað er í fréttum? Já ég er á lífi, naumlega en samt með meðvitund ennþá. Ég er búin að vera að vinna eins og mofo og það hefur bara gengið mjög vel. Ég komst að því að það að fara oftar enn einu sinni á Café Kósý eftir 12 tíma vinnudag er ekkert að bæta við orkuna hjá manni. En það er samt gaman svo aldrei að vita hvort maður geri það ekki bara oftar. Ég er búin að kynnast snilldar fólki, það er fólk frá mööörgum löndum að vinna með mér. Hmmm..það er svosem ekkert meira að frétta nema það að ég er að skemmta mér mjög vel í vinnunni! Já og það er svo að koma að frönskum dögum svo ég auglýsi eftir vinkonum mínum sem komu til mín í fyrra á franska daga. Stelpur- þið eruð hér með velkomnar aftur:) I NEEd YoU GUyS!

1 ummæli:

Ási sagði...

Finn ferðir nú til DL á um 70-80 þús, allt frá Bretlandi þó