Já thad er sko ekkert vandamál ad komast leidar sinnar hérna í Dóminíkanska. Thad er haegt ad velja á milli ýmsra moguleika og ég aetla ad fraeda ykkur adeins um thá:)
Boladora: Litlir sendiferdabílar sem keyra á milli stada, their eru endalaust margir og madur tharf aldrei ad bída lengur en 5 mínútur. Hljómar yndislega ekki satt? En hehe..bíllinn gaeti verid hálfbremsulaus, thad gaeti vantad framrúdu..jafnvel allar rúdurnar, kannski troda their 23 manneskjum inní med thér í bíl sem tekur 10..og ekki nóg med thad their keyra líka med hurdirnar opnar og leyfa fólki ad standa thar tví thad komast ekki fleiri inn. Thá erum vid ad tala um ad thad er vel trodid!! Ég hef til daemis setid med tvíbura í fanginu á mér sem ég vissi ekki einu sinni hver átti. En madur er heppinn med bíl ef madur sér ekki gotuna í gegnum gotin á gólfinu. Fyrir nokkrum dogum var ég ad ferdast med boladora og ég sat alveg aftast ásamt 4 manneskjum. Ferdin gekk bara aldeilis vel thangad til skottid datt af..já mér brá ADEINS :) En samt sem ádur er mjog gaman ad ferdast med thessum valkosti thar sem thetta er svo fyndid. Thad er líka svo gaman ad sjá hvad fólk er áhyggjulaust og hamingjusamt thrátt fyrir ad eiga ekki einn peso.
Carro público: Thetta eru "venjulegir" fólksbílar sem virka eins og boladora. Their keyra um og taka fólk uppí. Their haetta ekki ad taka fólk uppí..nei their troda bara enn betur. Thad er ótrúlegt hvad their eru gódir í ad láta fólk faera sig og svoleidis til ad geta komid fleirum fyrir. Í dag ferdadist ég med einum slíkum, vid sátum fjogur aftur í, fjogur fram í (thar á medal ein med bílstjóranum í bílstjórasaetinu) og tveir í skottinu sem var haft opid alla leidina. Svo keyrdi gaurinn bara á milljón alla leid med brotna framrúdu og opid skott. Bíllinn hikstadi líka einkennilega og thad virkudu engir maelar í honum. Jamm..thetta er ótrúlegt land!
Moto Concho: Einskonar mótorhjóla taxi. Thú tharft ekki ad fara langt til ad finna einn svoleidis. Svo er thad ótrúlega ódýrt, thú borgar 100 kall og thú getur farid hvert sem thú vilt. Ef thú ert med ljóst hár thá gaetiru meira ad segja fengid ferdina ókeypis. En their gera thad sama med thetta eins og hina valkostina-their flytja heilu fjolskyldurnar í einni ferd. Bara fyndid!
Já thá vitid thid allt um almenningssamgongur hér ef thid skyldud taka upp á tví ad ferdast til eyjunnar minnar-
kvedja frá Dóminíkanska!!
miðvikudagur, október 04, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Spurning fyrir svona "moldríka" túrista eins og þig og norðmanninn að leiga bíl og keyra bara sjálf? Hvenær kom inn einhverjar myndir ?
Myndir já...thaer koma fljótlega!!
Já! það væri gaman að sjá myndir:)
Æji ég ætlaði að segja eitthvað en gleymdi því... skemmtu þér bara vel! :)
Hehe...gott að heyra að þú skemmtir þér vel! :)
En já...ég tek undir þetta með myndirnar... ;)
Hehe, þeir láta leigubílstjórana í Íslandi líta út eins og aumingja :o)
Hæjjj... Vid kiktum i heimsokn a siduna tina i vinnunni ! erum brattar a næturvaktinni a reydafyrdi!! Kvedja mamma tin og Kristin Halldors ;)
Skrifa ummæli