miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Biblíuskólinn

Seinustu daga hef ég verid annarstadar en "heima". Fór fyrst til Santiago til vinkonu minnar Coral og thar versladi ég mikid og vid fórum líka mikid á djammid:) Thadan fór ég svo beint til hofudborgarinnar í heimsókn til Annel sem er mi prima (fraenka, systurdóttir "pabba") og var thar frá fimmtudegi til midvikudags. Thad var bara frábaert. Versladi enn meira..mér finnst ég alltaf vera ad versla en samt einhvern veginn versla ég svo ekkert. Ohh..pirr!

Allavega, naestum oll fjolskyldan "pabba" megin á heima í hofudborginni. Ég og Annel fórum í heimsókn til mommu hennar á laugardaginn. Madurinn hennar (sem er ekki pabbi annel) er mjog trúadur madur. Hann lifir eftir bíblíunni sá. Ég var ad borda súpu og spjalla vid thau og thau spurdu hvort ad strendurnar vaeru eins á íslandi og hér. Ég útskýrdi fyrir theim hvernig thaer vaeru heima og ad sandurinn vaeri svartur og svolleis og einhvern veginn útfrá theirri umraedu fer madurinn ad tala um gud og jesú krist og ég veit ekki hvad og hvad. Eftir matinn fór hann med mig í setustofuna og rétti mér bíblíu og lét mig lesa nokkra kafla. Ég thordi ekki fyrir mitt litla líf ad gefa í skyn ad ég vaeri alls ekki trúud og faeri helst alls ekki í kirkju. Thannig ad tharna sat Eydís og las la santa biblia med miklum áhuga á spaensku...

Svo fórum vid oll fjolskyldan í kirkju á sunnudeginum. Thetta er odruvísi en heima sem betur fer, madur drepst ekki úr leidindum tví thad er mikid sungid (svona eins og í bíómyndunum, allt svarta fólkid ad syngja og klappa). Allavega, thad var bara fínt til ad byrja med, en eftir smá stund af song fer fólkid smá saman ad tapa sér, badar út hondunum og graetur og fer ad bidja til guds...mér bara stód ekki á sama:) Thetta var ótrúlegt ad sjá. En miklu skemmtilegra en kirkjan heima samt-madur gat allavega skemmt sér vid ad horfa á fólkid tapa gedheilsunni!

Í gaer lá leidin aftur heim til Raquel og Roque. Thá fór hann ad spurja um kirkjuna heima og ég sagdi honum ad fólk faeri í kirkju adallega til ad gifta sig, fara í jardarfor eda skíra. Ég sagdi honum líka ad mjjjooog fáir faeru í kirkju á sunnudogum. Thetta fannst honum alveg hraedilegt. Thá spurdi hann mig hvort ad ég vildi gerast prestur ef ad gud kalladi á mig. Ég bara..ehh..ég veit nú ekki..hann hefur nú ekkert verid ad kalla hingad til..hehe. En thá var mér gefin bíblía og ég á ad lesa hana thegar ég fer heim. Í dag thegar ég kvaddi thau sagdi hann mér ad ég vaeri ljósid sem mundi bjarga thorpinu mínu frá glotun og ad ég aetti ad dreifa bodskap guds tharna heima..! Já, svei mér thá!

Spurning hvort ad ég lesi thessa blessudu bók...thá til ad geta svarad spurningum frá kallinum thegar ég kem naest:)

Gud veri med ykkur, kvedja Eydís

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég verð eina ljósið sem þú sérð þegar þú kemur út úr fríhöfninni og þá áttarðu þig á köllun þinni (oj þetta hljómaði perralegra þegar ég sagði það upphátt, allavega ekki meint þannig!) ;o)

Nafnlaus sagði...

Haha...snilld! Séra Eydís, finnst þér það ekki hljóma vel?? ;-p

Nafnlaus sagði...

En hey, gleymdi einu...hvar eru allar myndirnar??! ;-)

Nafnlaus sagði...

Já tek undir með Árdísi, Séra Eydís, hljómar hm skemmtilega:) En múhahah hér frá Baunmörku. Hlakka til að heyra í þér frá Klakanum. Njóttu seinustu dagana í hitanum og vetursins á Manhattan :)

Nafnlaus sagði...

nýjar myndir hjá mér líka

Nafnlaus sagði...

Hae skvis
Thad yrdi nu soltid skondid ef thu kaemir svo bara heim og yrdir prestur...sertsaklega ut af ahuga thinum til ad tala fyrir framan okunnugt folk:P hehe
annars bid eg bara ad heilsa:)

Nafnlaus sagði...

nei, þetta yrði ekkert ókunnugt fólk, þetta yrðu bara allt börn Guðs... mjög heimilislegt.

ohh, mér finnst ég einmitt ALDREI vera að versla, samt er ég ALLTAF búin að kaupa eitthvað nýtt! pirr... þegar maður er að spara...
;o)