

Ég og Regína ad missa okkur adeins..

Já, ég er semsagt komin til Köben. Kom hingað þann 28 des eftir tvö skelfileg flug- annað frá Egilstöðum til Reykjavíkur og hitt frá Keflavík til Köben. Eftir fyrra flugið kom ég útgrátin og skjálfandi út úr flugvélinni með símanúmer í hendinni. Símanúmerið hjá manninum sem heldur flughræðslunámskeiðin. Flugfreyjunni fannst rétt að láta geðsjúklinginn sem hélt fyrir eyrun alla leiðina og tók andköf í hvert skipti sem að flugvélin hreyfðist aðeins meira en venjulega hafa númerið hjá þessum manni. Ég verð að segja að ég er ekki hissa á því að hún hafi gert það
Seinna flugið byrjaði vel. Flugtakið var fínt og ég hafði það á tilfinningunni að þetta flug yrði mjög gott, það skemmdi ekki fyrir að ég hafði 3 sæti útaf fyrir mig þar sem flugvélin var hálftóm. En svo kom það sem ég hafði beðið eftir, þegar sætisbeltaljósin eru kveikt aftur og flugstjórinn segir okkur að halda kyrru fyrir í sætunum því þeir eigi von á mikilli ókyrrð. Ég sem hafði hlakkað til að geta haldið geðheilsunni í þessu flugi...en nei! Flugfreyjunum var skipað að setjast og öllum var bannað að nota klósettin. Svo voru það 15 mínútur af hreinni skelfingu þó þetta hafi virkað meira eins og 16 tímar eða svo. En eftir þetta kortér gekk flugið sem betur fer vel og ég náði meira segja að anda rólega í smástund...
Við komuna til Köben hitti ég Ása bróður sem ég hef ekki hitt í 16 mánuði eða svo. Ég var einstaklega ánægð að sjá hann!!
Gamlárskvöld var svo skemmtilega öðruvísi en það hefur verið. Í staðinn fyrir skaupið kom ávarp drottningar. Í staðinn fyrir humarsúpu kom krónhjartarkjöt að hætti Ása og Sverris Páls. Svo er það líka þessi danska hefð að standa uppi á stól rétt fyrir tólf og stökkva svo inn í nýja árið. Fyndið..
En jáh, ég hef það á tilfinningunni að þetta ár verði mjög öðruvísi!
En ég vil enda á því að óska Sólveigu (Stunveigu Stalín) hjartanlega til hamingju með 21 árs afmælið og minna hana á að það styttist óðfluga í leðurbuxur og tangó með Páli Óskari:)Híhí-til hamingju sæta!!
Vonandi nennir einhver að lesa langa færslu...og auðvitað kommenta þegar það er búið! Allir að kommenta sama hvort ég þekki ykkur eða ekki og sama hvort mér finnst þið geggjað skemmtileg eða alveg grútleiðinleg....hehehh