miðvikudagur, janúar 24, 2007

Íslendingar í útløndum...

Enn og aftur er komid ad tví ad blogga. Hvad get ég sagt, hér er alltaf nóg ad gera...og thegar nóg er ad gera gerir madur oft mjøg asnalega hluti.

1. Thad var grenjandi rigning thegar ég, Elín og Regína vorum ad fara nidur í bæ ad versla. Vid vorum svo fegnar ad sjá strætóin thegar hann kom ad vid vorum fljótar ad støkkva upp í hann og klippa á klippikortin okkar. Eftir svona 10 mínútna akstur komust vid hinsvegar ad tví ad vid vorum komnar einhvert lengst út í sveit...vid nánari athugun kom í ljós ad vid vorum í strætó 325 í stadinn fyrir 701. Frábært...

2. Ég og Regína ákvádum svo ad skella okkur í Fields sem er stór verslunarmidstød í Ørestad sem er í leidinni á flugvøllinn. Vid tókum lest sem á stód Kastrup Lufthavn. Eftir svona 5 mínútna akstur stódum vid upp til ad vera tilbúnar ad stíga út..enn lestin stoppadi ekki í Ørestad og vid stódum bara vonsviknar og horfdum á skiltid sem á stód Ørestad fjarlægjast hratt. Thá rákum vid augun í ad thad stód ”standard” fyrir nedan Kastrup flugvollur sem thýdir ad thessi lest stoppar bara á Kastrup. Thannig ad vid thurftum ad fara út á Kastrup..labba upp í flughøfn..nidur aftur hinumegin og taka lest til baka. Kemur stelpur..kemur!

3. Svo vorum vid Regína aftur á ferd sama dag og fórum upp í tvær vitlausar lestir ádur en vid tókum eftir ad vid vorum á vitlausu lestarspori. Thessi dagur vard bara betri og betri svona hálfvitalega séd.

4. Sama dag kom Elín svo frá Bergen. Thegar hún var á leid út var hún ansi stressud tví thad seinkadi fluginu frá Køben til Oslo thannig ad hún thurfti ad hlaupa í gegnum flugvollinn til ad komast í flugvélina frá Oslo til Bergen. I einu af hlidunum thar sem leitad er á fólki var madur med málmleitartæki sem vildi skanna skóna hennar. Hann sagdi á norsk-ensku ”scheck skoerne” sem Elín skildi thannig ad hún ætti ad hrista skóna sína.Hún hristi thá í gríd og erg thangad til manninum tókst loks ad útskýra ad hann vildi bara skanna skóna hennar og hún ætti ekki ad vera ad hrista thá svona. Elín var mjøg skømmustuleg thegar fólkid fyrir aftan hana í rødinni fór ad flissa og horfa undarlega á hana!

5. Vid matarbordid í gær vorum vid svo audvitad álíka gáfulegar. Hjá okkur sátu tveir danir sem voru ad reyna ad halda uppi samrædum vid málhalta íslendinga en thad sem kom út úr tví var ad ég sagdi bara JA vid øllu, Elín sagdi ”ehh..jeg forstår ikke hvad du siger” og Regína var bara í hláturskasti. Thannig ad thegar ég var spurd hvad thad kostadi ad fara til íslands sagdi ég já. Thad er nefnilega ekki hægt ad komast upp med ad segja bara já vid øllu sem fólk segir..tví midur! En thetta var samt ekkert smá fyndid. Vonum bara ad thær thori ad setjast hjá okkur aftur.

6. Já ég veit ad thid erud ad hugsa ”gvud..er virkilega meira”! Í gær vorum vid nefnilega inni í setustofu ad skoda myndir og video í tølvunni minni. Tharna voru líka tvær danskar stelpur sem sátu rétt hjá. Vid vorum ad horfa á myndband med mér og Valgerdi ad hoppa á trampólíni og tví fylgdu gormahljód og píkuskrækir. Um leid og vid vorum búnar ad horfa áttudum vid okkur á ad thessi hljód án myndar gætu alveg eins bent til thess ad vid sætum í mestu makindum ad horfa á stutta klámmynd. Frábært..thannig ad ef thær tala ekki vid okkur aftur thá vitum vid upp á hár af hverju.


And the idiot award goes to....????

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæl vertu frænka, Það er alltaf jafn gaman að skoða bloggið þitt og Ása því það er markt spennandi að sjá, hlakkar til að sjá ikkur vonandi að við sjáumst um páskana. Og svo að það sé á hreinu þá er ég ekki að fara sitja heima meðan þið skemtið ikkur hehe þannig að þið munuð sitja uppi með mig ;) þar að seigja ef við förum enn þá bið ég helsa til danmerkur frá herbergi 308 ;)

Regína sagði...

*fliss*
Það stendur alveg upp úr þegar við fórum í 3 vitlausar lestir á sama deginum og skóatvikið hennar Elínar! Ég var allavega með strengi í maganum daginn eftir ;)

Hvað ætli við gerum næst?

Unknown sagði...

Vá hvað ég er ánægð að heyra að Regína er ekki eina vitlausa manneskjan þarna úti!!!!
En svona þér að segja þá ættiru að sturta í hana og láta hana dansa fyrir þig... Og kannski að láta hana singja "ég dúxaði" sönginn sinn!!!!
ÞAÐ ER SNILLD!!!!

Takk fyrir að passa regínau fyrir mig:D:D:D:D

Kv. Kristín sem er með Regínu í liðveislu;)

Regína sagði...

Ó mæ, þetta komment þarfnast útskýringar. Kristín muna: Halda öllu svona inn á öðrum bloggum (svo enginn komist að því hvað við erum ruglaðar) ;)

Nafnlaus sagði...

já ég held að þú ættir bara að halda þig heima...

Nafnlaus sagði...

Bwahahahaha
Va hvad eg se thetta fyrir mer allt saman;)

Nafnlaus sagði...

gosh... freakin' IDIOTS!