Ég er mjög góð í að taka bara punktafærslu á hlutina svo ég ætla bara að gera það!
· Fimmtudagskaffihúsakvöld (eitt orð eða fleiri??) var tekið með trompi af okkur Íslensku stelpunum og við smelltum í okkur einum sex bjórum eða svo..
· Mættum í morgunmat klukkan átta á föstudagsmorguninn..ótrúlegt en satt!
· Föstudagur var líka tekinn með trompi, drukkum aftur eins og meðalvíkingar og sýndum hvað við gátum í Singstar..og líka hvað við gátum bara alls ekki..:)
· Á laugardaginn fór ég svo að sækja Bonnie vinkonu mína sem ég hef ekki séð í þrjú ár, eða síðan við vorum skiptinemar úti í Dóminíska..
· Það var fastelavns þema á laugardagskvöldinu, fastelavn er eins og öskudagurinn á Íslandi.Ég drakk eins og ég væri fimm full vaxnir menn.. heila Bacardi Limón flösku (stóra), 4 bjóra og rauðvín....
· Afleiðingarnar af þessari drykkju hjá okkur stelpunum voru þær að við dönsuðum eins og við ættum lífið að leysa, spiluðum fótboltaspil sem er skuggalega erfitt þegar maður er fullur, sumir sungu íslenska þjóðsönginn..hástöfum..inni í símaklefa..ekki ég..hehe..við töluðum dönsku eins og innfæddar..eða héldum það...og ég blandaði saman spænsku, ensku, dönsku og íslensku..og sumir fóru í Stela Sprota og Hlaupa leik...ekki ég..en fyndið!! J
· Vaknaði þrátt fyrir allt þetta aldeilis fersk á sunnudaginn og við skelltum okkur allar beint í Brunch.
· Eftir Brunch fór ég svo með Bonnie til Köben og þar fengum við okkur meira að borða og spjölluðum á spænsku allan daginn! Mjög fín helgi myndi ég segja...
Vona bara að mamma og pabbi komist ekki yfir þessa færslu..híhí
En ákvað að láta myndir fylgja með víst að það er yfir höfuð hægt..
Allir að kommenta takk...!!!
Kveðja frá Danmark...
Hér er koma myndir af okkur vitleysingunum..


