*Á leiðinni heim óttuðumst við eilítið um líf okkar því að hinumegin við ganginn sat svartur maður. Við vorum ekki hræddar við hann útaf því samt..heldur af því að hann talaði stanslaust við sjálfan sig á einhverju kreóla máli og reifst líka við sjálfan sig. Við veltum því fyrir okkur hvort hann sæi einhvern sem við sáum ekki eða hvort að hann væri bara að rífast við hinn helminginn af sér...hann var allavega ekki sáttur þegar hann áttaði sig á því að hann var í vitlausri lest..!
*Við erum svo búnar að finna okkar innri Hómer Simpson, drekkum mikið af bjór hvenær sem er dagsins og gúffum einhverju rusli í okkur á meðan..
*Fundum upp Feitubollu dansinn. Skemmtilegt dansmúv!
*Djömmuðum stanslaust í þrettán tíma...
*Keyptum kassa af bjór sem innihélt 30 bjóra, þeir eru búnir auðvitað.
*Fengum þá skemmtilegu hugmynd að það væri geggjað fyndið að fara í öll fötin í einu sem eru inn í þvottahúsi, bæði óskilaföt og þau sem var verið að þurrka.
5 ummæli:
Hehehehe thid erud svo klikkadar, thad er aedislegt:)
En var kallinn ekki bara ad tala i svona handfrjalsann bunad:P Held oft ad folk se ad tala vid sjalft sig en se svo e-d drasl i eyranu a theim;) hahaha
Það ER gott að tala við sjálfan sig stundum. Og gera það þá almennilega!
af hverju fóruð þið ekki bara að gera það líka?? sýna lit..
hehe nei ég tékkadi reyndar hvort hann væri med handfrjálsan..en nei!! og Sólveig..thad er edlilegt ad tala vid sjálfan sig upp ad vissu marki..en svo...;)
Umm er ekki viss um að nokkur okkar í 4.a. 2005-2006 geti talist eðlilegur einstaklingur. Finnst ansi hart að við eigum þá að fara að dæma hina vitleysingana ;)
Thad er nú klárlega munur á léttgeðveiki og bara hreinni og klárlegri geðveiki;)
Skrifa ummæli