Jæja, nú er ég sko komin til Kaupmannahafnar. Mér finnst eins og ég sé búin að vera hér í mánuð eða eitthvað þó ég sé rétt komin hingað;) Ég lenti á Kastrup klukkan eitt að nóttu að staðartíma þann 20, var svo komin heim til Ása um þrjú leytið. Svo vaknaði ég eftir mjög lítinn svefn og dreif mig barasta í vinnu. Hélt að ég yrði búin snemma og þetta yrði bara svona kynning á staðnum og svoleiðis. Þar skjátlaðist mér aldeilis! Ég vann frá 10 til hálf 2 um nóttina. Sem er algjör geðveiki þegar maður er ósofin og með jetlegg. Svo var ég líka að vinna daginn eftir..svo fékk ég einn í frí...svo vinna 2 daga..nú er ég samt í fríi.
Á laugardaginn fékk ég samt að fara klukkan 6 um daginn svo að ég og Tine skelltum okkur í Fælledparken eftir dans og læti (bjór og Asti) heima hjá henni-við spiluðum öll lögin sem minntu á Grundtvigs;) Það var semsagt geggjað... það var sko brjálað mikið af fólki þar sem að Justin vinur minn Timberlake var að spila í Parken sem er bara rétt við Fælledparken, svo var Skt. Hans kvöld sem er eins konar Jónsmessa, svo það voru brennur út um allt og svolleiss;)
Jæja er farin að redda mér skattkorti....
Kommenta-munið fyrri hótun;) heheh...
mánudagur, júní 25, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
ég er líka í fríi
justin er líka vinur minn
og ég var líka að fá mér nýtt skattkort
vá þú ert spegilmyndin mín.
(var by the way að panta mér flug til köben síðustu vikuna í ágúst! fyrirtak.)
já þá færð greinilega nóg af gestum í ágúst, eydís mín...
Nog af gestum já!! Hlakka til ad sjá ykkur;)
Skrifa ummæli