Það er vægast sagt stór undarlegt að vera komin til Íslands og það að 16. júní sé liðinn. Ég var búin að hlakka til í heilt ár að fá loks að taka niður hvíta kollinn. Það var samt æðislega gaman, sérstaklega að hitta stelpurnar-held svei mér þá að tíminn í bjórbílnum hafi staðið uppúr;)
En nú er ég komin aftur á Fáskrúðsfjörð...flýg svo út annað kvöld. Ég fer fljótlega að fá taugaáfall- hér eru nokkrar af ástæðunum sem valda stressi:
Þarf að fljúga til þess að komast á áfangastað...
Mig vantar húsnæði fyrir veturinn...
Mig vantar pening...
Þarf að fá mér námslán...
Er að byrja í nýrri vinnu...
..og verð ósofin fyrsta daginn...
Þarf að læra að rata út um allt í Kaupmannahöfn...
Er að bíða eftir svari frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn...
En stressið minnkar nú samt þegar maður veit að maður á góða að í Kaupmannahöfn. Ég mun búa í tvær vikur hjá Ása bróður, þrjár hjá Tine vinkonu og svo aftur hjá Ása í ágúst þar sem hann verður á Íslandi. Svo eftir það vona ég að ég verði nú bara komin með mitt eigið herbergi einhverstaðar í Köben.
Og þegar ég verð komin með mitt eigið herbergi eru allir velkomnir í heimsókn! Well..ekki allir kannski en svona einhverjir útvaldir;)
Kommenta takk- annars hætti ég bara að blogga.
mánudagur, júní 18, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
hjúkkett! Ég rétt náði að kommenta áður en þú hættir að blogga. Nú verðuru að halda áfram múhaha!
Hæ!
Gangi þér vel með allt! Og ég kem vonandi í heimsókn...:)
Og loksins kommentaði ég líka heh...
Hæ...líklega best að kommenta, eh! :-) ...það er samt bannað að hætta að blogga!! :-D
En ég vona bara að allt gangi sem best hjá þér og við sjáumst vonandi sem fyrst - I would love it, I would love it a bit!! ;-)
Besta kveðja :-)
Hvaða voða flakk er þetta alltaf á þér... geturðu aldrei verið heima hjá þér?
Hehe nei ég get aldrei verid heima! En thú ert thú heima, ég hef ekkert séð thig og ákvað ad thú værir bara ekki hér...?
Já og ég verd víst að halda áfram ad blogga;) Og Elín thú veist að thú KEMUR í heimsókn! Og thid stelpur eruð líka hjartanlega velkomnar;)
jahh ég er nú formlega búin að boða komu mína í ágúst. ef þú mannst ekki. Meira að segja 13. agúst.
Skrifa ummæli