Enginn var rekinn.
Søren var líka rekinn, hann var ekki betri en enginn.
Enginn er farinn svo mér verða ekki boðnar gjafir frá Tyrklandi upp á dag lengur.
Søren er líka farinn svo að mér verður ekki boðið að koma með að skoða litlu hafmeyjuna eða eitthvað þvíumlíkt.
Get ekki sagt að ég sé sorgmædd yfir því;)
Japanahóparnir sem koma virðast halda að ég tali japönsku og dúndra á mig heilu samræðunum en ég kann bara ca 15 orð.
Er búin að finna minnst uppáhaldskúnnana mína, þeir hafa komið þrisvar hingað til og eru algjörlega óþolandi. Ef ég hitti þá einhvern tímann utan vinnunnar þá fá þeir sko þokkalega að heyra það!
Er að vinna á morgun en svo er ég í 4 daga fríi!
Úr “hinu” lífinu er þetta að frétta:
Annaðkvöld verður stefnan tekinn á bæinn með Tine og Lene.
Svo fæ að vita hvort ég kemst inn í háskólann á næstu dögum, ó mæ´god...
Þann 29. júlí er ég að fara á tónleika með Dinosaur Jr, þar verðum við Tine að fagna að við komumst inn eða...að við komumst ekki inn?.
Eftir tvo daga er ég að fara að flytja aftur til Ása eftir að hafa búið hjá Tine í tæpan mánuð.
Svo á ég von að tveimur af uppáhalds stelpunum mínum í ágúst, Sólveigu og Margréti.
Anýwhú...bara kvitt kvitt takk!!
Læt fylgja mynd af Cassiopeia (veitingastaðnum sem ég vinn)

4 ummæli:
ó já, eins gott að þú sért ennþá til í að fá okkur!! en hei, mér finnst sko kominn tími á msn bráðum..;)
ef enginn var rekinn þá varð enginn breiting eða............ svolíðið ruglingslegt, ef enginn var rekinn hver var þá rekinn..... da
daaa, madurinn heitir enginn!
hehehehe
Verð að koma að borða þarna ef ég á leið hjá;)
Annars bara kvitt kvitt, vona að þú komist inn í skólann, hef ekki trú á öðru:)
Skrifa ummæli