Jæja nú er góða veðrið loksins komið til Köben! Ég var ekkert smá ánægð að sjá sólina í dag. Það er búið að rigna svo mikið að ég er farin að venjast því að vera bara alltaf hundblaut á leiðinni í vinnu og á leiðinni úr vinnu;)
Dagurinn í gær var hörmulegur framan af degi. Ég vaknaði reyndar hress og kát kl 9 til að fara í vinnu. Hárið á mér var fullkomið en....svo kom ég út og viti menn það var rigning...GREAT! Þannig að ég hjólaði í vinnuna og mætti þá í blautum buxum og með úfið hár. Frábært! Það var gullbrúðkaupsveisla í gangi þannig að það var allt fullt inni í veitingastaðnum þannig að allir gestir sem komu þurftu að borða úti á verönd. Það var auðvitað skínandi sól þegar ég kom í vinnu þannig að það var snarbrjálað að gera hjá mér....og svo loksins þegar allt var farið að róast og það var bara eitt par eftir úti á verönd að borða..þá kom einhver furðulegur stormur, bara brjálað rok, þrumuveður og rigning. Ég þurfti að gjöra svo vel að taka alla dúkana af borðunum á methraða! Þannig að ég var aftur orðin rennandi blaut- þá meina ég eins og að ég hafi stokkið í sundlaug í öllum fötunum;) En þetta var stórfurðulegt, þessi stormur entist í svona 12 mínútur svo kom bara sól og logn aftur. Alveg eitt það skrítnasta sem ég hef lent í;)
En gærkvöldið var hinsvegar mjög skemmtilegt, hætti að vinna um klukkan 8 og kíkti þá aðeins á bróður og við ákváðum að ná í Tine og fara í bæinn. Það var bara ekkert smá gaman. Byrjuðum kvöldið á að spila GHF (Grundtvigs Hojskole) blandið okkar Tine og þá kemst maður í gott skap. Vantaði bara Elínu;) Spiluðum drykkjuleik og það endaði þannig að við kláruðum áfengið okkar þannig að við urðum bara að gjöra svo vel að koma okkur niður í bæ um klukkan 12;) En allavega við skemmtum okkur gríðarlega vel;)
Hehe eitt sem mér fannst ógeðslega fyndið, það er einn tyrkneskur strákur að vinna með mér annaðslagið. Hann heitir Enginn. Þannig að á vaktaplaninu stendur að enginn komi í vinnu. Svo segir maður setningar sem hljóma svona "Enginn..geturu aðeins hjálpað mér" eða.."hvar er enginn?" hahah ég get skemmt mér svo vel yfir því að hann heiti enginn;) Og ekki hjálpar það að drengurinn lítur út eins og engispretta. Vonandi tekur hann ekki nærri sér að ég hlæ að honum. ALLtaF. Æji greyið...;)
Kvitt kvitt takk;)
sunnudagur, júlí 15, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
ferðu ekki að fá sundfit af allri þessari rigningu.............
Hæ skvísa.. fylgist reglulega með þér er samt ekki dugleg að kvitta fyrir mig. En hafðu það gott þarna út heyri í þér fljótlega. :)
kv. Gréta.
Æ þú óheppin manneskja! hehe. :) En fyndin þessi enginn brandari. Mér fannst hann mjög fyndin en örvari fannst það nú ekki. hehe svona er maður klikkaður! :P
Sá sem fann upp á orðatiltækinu "að vera betri en enginn" hefur kannski þekkt þennan gaur líka? Hefurðu spurt hann að því?
haha, það var líka maður á hótelinu núna í vikunni sem hét Ingen (=enginn).
OG til að fullkomna söguna: Það kom líka kona sem hét L. Kretzschmer!! rofl;)
Hæ! Takk fyrir póstkortið... já ég hefði sko átt að vera með. Alltaf þegar ég heyri lög sem minna mig á þetta tímabil fer ég næstum að gráta, ég sakna þess svo að vera þar! :(
En ég kem nú í heimsókn...má ég koma fyrir jól?:) Og þú verður að láta vita um hvort þú hafir komist inn í skólann...
Hm...ég hefði kannski bara átt að senda þér email hehe...
hahahahaha núna fatta ég skrifið á undan!!! enginn var rekinn!! ha ég hélt þ.ú værir að skrifa brandara eða eitthvað!! :) en gaman að kíkja á síðuna þína!! :)
kv Guðbjörg Sandra :)
Skrifa ummæli