fimmtudagur, ágúst 23, 2007

Højskole!

Vá ég held að ég eigi eftir að sakna lýðháskólans töluvert þegar ég sest á alvöru skólabekk! Allt í einu þarf ég að koma undirbúin í tíma, ég þarf að skipuleggja mig vel þar sem ég verð að vinna og spila fótbolta með skólanum. Þetta verður erfitt til að byrja með..sérstaklega í ljósi þess hversu ljúft lífið er í lýðháskóla..klikkið hér til að sjá dæmi um hvað lífið snýst á meðan lýðháskóladvöl stendur;) Eða bara hér!

En að öðru, Sólveig er komin í heimsókn og litla systir hennar líka;) Meðan ég er að skrifa þetta eru þær að labba niður í bæ, algjörir túristar! Ég nenni ekki að labba niður í bæ skal ég segja ykkur, ég hjóla bara þegar þær eru komnar þangað...heheh. Í kvöld er svo á planinu að elda íslenskar fiskibollur og munum við Sólveig, Stína og Tine skella okkur á tónleika eftir það. Ekki slæmt það!

Næstu daga verð ég svo að vinna..svo er ég að fara að keppa í fótbolta þann 27:) Jeij...

Allavega..bara endilega að kommenta takk:)

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bið að heilsa Sólveigu!! Segðu henni að hún sé að missa af klikkuðu stuði í vinnunni ;o)

Nafnlaus sagði...

Já bið að heilsa ykkur öllum og brake a leg fyrir leikinn 27....

Mademoiselle Eydís sagði...

takk margrét;) Valgerður bidur víst bara ad heilsa sólveigu..huhumm!!