miðvikudagur, ágúst 15, 2007

Ohhhhh....

Af hverju í ósköpunum er fyrsti skóladagurinn hjá mér alltaf algjörlega glataður? Þegar ég byrjaði í Menntaskólanum á Akureyri, eða réttara sagt hóf fyrsta kennsludaginn þá ákvað ég hreinlega að það væri mánudagur. Ég kom með vitlausar bækur, fór í vitlausa stofu og hrundi þar af leiðandi niður stigann alla leið niður í kjallara gamla skóla (braut sem betur fer engin bein), labbaði inn í vitlausan bekk og hlammaði mér í eina sætið sem var laust. Þá sagði stelpan sem sat við hliðina á mér pent: ”ég held eiginlega að þú sért ekki í þessum bekk”, ég leit yfir bekkinn og áttaði mig á að ég var ekki á réttum stað! Frábært, en svo fann ég rétta stofu og komst nánast klakklaust í gegnum daginn án þess að þurfa að minnast á það að ég væri ekki með bækur dagsins.


Svo var fyrsti skóladagurinn í dóminíska engu skárri, ég kom inn á skólalóðina með ”systkinum” mínum og var skelfingu lostinn þar sem mér fannst ég vera svo áberandi. Ég var líka einstaklega áberandi þar sem ég var eina virkilega hvíta manneskjan á svæðinu og klárlega sú eina með ljóst hár. Svo þegar ég fann réttan bekk komu allir og kysstu mig á kinnina! Ég er ekki vön því að ókunnugt fólk komi bara upp að manni og knúsi og kjassi. En eftir fyrsta skóladaginn þar sem ég skildi ekki rassgat og þar sem helmingur strákanna voru búnir að hrópa inn í hausinn á mér ”Me love you!!!” gekk þetta nú fínt.


Fyrsti skóladagurinn í Copenhagen Business School var líka í dag. En Eydís er ekki þar. Hún er heima þar sem hún villtist og fann bara ekki bygginguna á réttum tíma. Mér finnst betra að mæta ekki heldur en að mæta allt of seint. Þannig að ég ákvað að fyrsti skóladagurinn minn yrði bara á morgun. Það er ágætt þar sem að nú fæ ég einn dag til að slappa af, fyrir utan að ég ætla á fótboltaæfingu;) En já, að öðru- við kepptum fyrsta leikinn í gær sem við töpuðum eitt-núll en við áttum samt yfirfótinn allan leikinn. Svekkjandi! En við vinnum næst;)


Allir að kvitta-annars hætti ég að nenna að blogga;) Svo er mynd af mér sem Simpsons karakter fyrir neðan..hehehh



7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

betra seint en aldrei eða fall er farar heill eða ..................
það fynst víst fult af svona bulli
á morgun kemur nýr dagur og þá er bara að leggja af stað í tíð :)

Nafnlaus sagði...

Er þetta eitthvað nýtt orðatiltæki sem þú varst að búa til eða? að hafa yfirfótinn?? Hef oft heyrt um að hafa yfirhöndina hins vegar...

Mademoiselle Eydís sagði...

já ég bjó það til..mér fannst það eiga betur við þar sem ég var ekki að keppa í handbolta;)

Nafnlaus sagði...

Jæja hverng líst þér svo á skólann?
Og hvernig fékkstu svona mynd af þér sem simpsonsarakter? :)

Mademoiselle Eydís sagði...

mér líst geggjað vel á skólann;) ég fór á simpsonizeme.com til að búa hana til! heheh:)

Nafnlaus sagði...

Yfirfót! múhahaha!
Kúl karakter líka
kv. frá Gautaborg

Nafnlaus sagði...

Hæ! Ætlaði bara að segja að ég er á lífi!! Er bara að vinna 24-7 eins og alltaf, sjáumst eftir 3 vikur!!! :o)