föstudagur, september 28, 2007

18 ástæður til að hata yfirmanninn sinn!!

  • Hann hringir fyrir 8 á morgnanna þegar hann veit maður er í fríi og vekur mann
  • Hann spyr alltaf “hvernig hefuru það sæta” og maður veit að honum er nett sama um svarið
  • Þegar maður kemur í vinnuna er hann ofur ferskur og heldur því fram að veröndin verði full af fólki allan daginn..og úti er lágskýjað, skítakuldi og rok. Maður verður samt að setja dúka á öll borð og láta sem að allir munu vilja sitja úti.
  • Hann hringir þegar maður er í tíma
  • Hann tékkar hvenær ég er í fríi í háskólanum og spyr svo hvort ég geti ekki bara unnið alla vikuna sem ég er í fríi!
  • Heldur að maður þurfi ekki að læra heima og krefst þess að maður komi að “hjálpa til” bara milli 12 og 24.
  • Heldur að maður sé að ljúga þegar maður segir að maður sé veikur og komi ekki í vinnu (eitt skipti) og kemur svo upp að manni næst þegar maður mætir-þá meina ég að það voru 5 millimetrar milli andlita og hann stendur bara þarna eins og mannlegur lygamælir og spyr hvað hafi verið að..hvað í fjandanum?
  • Hann er hrokafullur..og vitlaus sem er ekki góð blanda
  • Alltaf þegar maður reynir að ræða eitthvað við hann segir hann “reyndu nú að hlusta”..ohhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhh
  • Hann talar alltaf niður til starfsmanna sinna
  • Þegar hann vill sýna manni eitthvað tekur hann í hendina á manni og dregur mann á áfangastað, ehh halló ég er ekki 5 ára!!
  • Hann hringir og segir geturu “hjálpað” okkur frá 17 til 23 á morgun”..ég svara: “nei ég er að flytja” og þá segir hann “þú varst ekkert búin að nefna það við mig!!”..einhvern veginn hélt ég að maður þyrfti ekki að deila öllu sínu einkalífi með yfirmanni sínum?
  • Þegar maður er búin að vera að vinna frá 11 á föstudagsmorgni til 5 á laugardagsmorgni samfleytt...þá hringir hann kl 8 um morguninn og segir að ég megi nú ekki gleyma að ég á að mæta aftur kl 11....heldur hann virkilega að maður gleymi því???
  • Ég nefndi það við hann að ég yrði ekki að vinna í kringum jólahátíðirnar því að ég væri að fara heim..þá sagði hann.. ehh þú getur ekki sagt að þú ætlir að vinna og svo segiru bara að þú sért að fara heim! Halló!!! Gerir hann ekki ráð fyrir að maður vilji jólafrí...en svo sagði ég að ég færi heim um jólin og það væri ekkert við því að gera..þá segir hann þú MÁTT EKKI fara fyrir 16 Desember..hann heldur greinilega að hann sé pabbi minn!!! Djeezzz...
  • Hann hrósar aldrei fyrir allt það góða sem starfsmennirnir hans gera..en um leið og einhver gerir eitthvað vitlaust þá er allt vitlaust
  • Hann lætur okkur telja allt svo að við fáum örugglega ekkert frítt
  • Hann hugsar ekki um neitt annað en sjálfan sig og peninga
  • Hann er klárlega með "ofsóknarbrjálæði" hann heldur að allir vilji svindla á honum, brjótast inn eða eyðileggja eitthvað á veröndinni.

Vá ég gæti haldið endalaust áfram...kannski ætti ég bara að þýða þetta yfir á dönsku og senda þetta til hans í tölvupósti. Samt það undarlega er að mig langar ekki að skipta um vinnu, mér líkar svo vel við allt annað á staðnum nema hann. Hann er samt klárlega að gera mér lífið leitt þessa daganna svo ég ákvað að tappa af hér:)

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sit í Evrópurétti og NENNI ekki að vera hérna!!!!!!

Nafnlaus sagði...

Vá en pirrandi maður!!

Nafnlaus sagði...

vó!
Það er sma hversu allt er frábært í vinnunni, ég mundi svo sannarlega hætta útaf honum!

Power to you girl!

Unknown sagði...

sjittvá, hann er ekkert smá kræfur..! ég myndi ekki meika að vera áfram... þú ert nú meiri harðjaxlinn. respect.

Nafnlaus sagði...

Úff, þessi virkar ansi skemmtilegur!

Nafnlaus sagði...

Jæja, kominn 10.okt..... nýtt blogg á leiðinni?

Mademoiselle Eydís sagði...

segir sú sem ekkkki bloggar hah valgerdur;) En jú thad kemur brádum!

Nafnlaus sagði...

langar bara að kvitta!!! Meistarinn minn er mjög svipaður þínum yfirmanni, þannig að ég veit nokkurnveginn hvernig þetta er!!! En kvitt!!!!!

Nafnlaus sagði...

[u] greetings, i found this web-shop and planing to try it. wonder if anyone purchased cookbook software from them, any advice please?[/u]