fimmtudagur, október 18, 2007

bloggidíblogg (lesist med gelgjulegi flissi)

Múúd: strezuð
Blasta: My secret lover með Private;)

Vá ó mæ god hvað ég kann þúst ekki að byrja blogg en anyways ætla bara að segja frá síðustu dögum!!! Í gær vaknaði ég kl 8 eða eitthvað og var bara gegt mygluð en vaknaði samt og fór bara þúst beint í vinnuna...

Hehehe nei ég held ég haldi ekki út að skrifa bloggfærsluna á gelgjumáli. Það væri samt fyndið(finnst mér). Það er verst að það er ekki hægt að skella bloggfærslum sem eru skrifaðar þannig bara beint inn í freetranslation.com (þýðingarvél f. þá sem ekki vita).

En ég ætla samt bara að segja svona frá því helsta sem hef verið að gera og er að fara að gera...

Hef verið að læra. Skilaði fyrstu ritgerðinni minni í háskólanum og stóðst með ágætum:) Það var ritgerð í Breskum og Amerískum fræðum sem fjallaði um þjóðir. Einstaklega áhugavert. (kaldhæðnishóst?) Nú er ég í vetrarfríi, en get ekki sagt að ég sé í einhverju fríi yfir höfuð þar sem við fengum líka hagfræði verkefni sem tekur bara milljón klukkutíma að gera. Þannig að ég hef setið yfir því með leshópnum mínum tímunum saman úti í Hvidøvre. En svona er það, maður verður að hafa fyrir því að vera í háskóla:)

Svo hef ég líka verið að vinna. Það má segja að ég sé komin með ógeð af þessum spurningum frá heimsku fólki:

"ehh eruð þið með matseðil?" (Halló!! Þetta er veitingastaður, afhverju í fjandanum heldur fólk að við séum með matseðla??)
"já..hérna..eru klósett hérna?" (Nei við notum öll vatnið sem er fyrir framan veitingastaðinn!)
"Gilda hádegistilboð líka á kvöldin?" (Missti þig einhver á gólfið rétt eftir fæðingu??)

Yfirmaðurinn minn er líka alveg jafn elskulegur og hann hefur verið. Indælis maður...NOT!!! Hann er að gera mig brjálaða. En ég ætla láta mig hafa það fram að jólum allavega. En hann fær að heyra það fljótlega að ég læt ekki bjóða mér svona.

Jáh svo er ég líka flutt í 5 sinn síðan í júlí. Nú bý ég í Valby. Bý hjá Hönnu Birnu frænku minni (við erum systradætur) og manninum hennar og tveim dætrum. Þau eru æði, það er rosa gott að vera hér;) Er líka með mitt eigið herbergi! Lúxus takk fyrir. Er samt enn að leita að íbúð eða herbergi...! Svo er ég líka enn með fötin mín í ferðatösku. Hef haft fötin mín í ferðatösku í laaangan tíma..eða réttara sagt frá 27. maí! Ætti samt að vera farin að venjast því.

Hmm..já..best að ég endi færsluna með skoðanakönnun lesendur góðir. Það er nefnilega þemapartý hjá vinkonu minni fljótlega og allir eiga að vera poppstjarna..þannig að endilega skrifið í komment hugmyndir um hvað ég á að vera.

Ætla samt ekki að raka af mér hárið til að vera Britney ef einhver var komin með þá hugmynd! ;)

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Helvíti varstu óheppin að rachael ray sé ekki poppstjarna... þú þyrftir ekki að gera neitt til að leika hana...

Annars veit ég ekki hvað þú gætir verið...

Nafnlaus sagði...

ég myndi fara sem poppkorn með stjörnu á hausnum... þá væri allavega enginn meiri poppstjarna en þú. (ok djók, lélegur)
annars geturðu líka farið sem ég...þú veist að ég átti hittara í gildrunni;)
eða nei, ég mana þig til að fara sem prince! hann er málið.
eða janet jackson með annað brjóstið úti.
eeeeða þá klæðir þú þig bara upp mjög kynþokkafullt og segist vera ein af pussycat dolls. það man enginn hvernig þær líta út...

Nafnlaus sagði...

Ætla bara að kvitta!!!

Unknown sagði...

en hei samt eydís.. ég downloadaði my secret lover eftir að ég las bloggið og nú blasta ég því líka!;)

Nafnlaus sagði...

Vertu bara Rachel Ray og segðu að þú sjáir í framtíðina og þar er hún orðin poppstjarna!

Sammála frænda þínum að þið eruð svo ansi líkar ....

Kveðja frá Lapplandi

Nafnlaus sagði...

Mér lýst vel á janet jackson;) Annars heyrði ég þetta lag hjá Völu í gær. Vorum með smá 4.A hitting og já við vorum 4;) en rosalega gaman samt:)
Annars vona ég að þú hafir það sem allra best þarna, aldrei að vita nema maður kíkji á þig kannski eftir áramót:)