- Ákvað ég að flytja til Danmerkur
- Fékk ég vinnu á veitingastaðnum Cassiopeia niður við vötnin
- Fékk ég stelpuhjól og hef hjólað allt eftir það
- Heimsótti ég New York, Washington, New Yersey og Niagara Falls
- Flaug með 8 flugvélum samtals..á 4 vikum..never again takk!
- Hef ég samtals unnið samtals 430 tíma
- Hef ég gefið öndunum á Skt. Jörgsens sø brauð ca 380 sinnum
- Hef ég búið í ferðatösku
- Fékk ég mér nýjan Ipod
- Lærði ég að bera fram Grenoiblaoise Vinaigrette
- Og ýmis önnur ofurflókin orð yfir einfaldar matartegundir
- Fékk ég inn í Copenhagen Business School
- Fór ég á ströndina þegar var gott veður
- Kynntist ég skemmtilegu fólki
- Fór ég á fleiri tónleika en ég hef samtals allt mitt líf
- Stóð ég, gekk, blótaði og hjólaði rennblaut í næst mesta rigningar sumri í sögu DK
- Keypti mér þar af leiðandi regnföt!
- Hitti söngvarann í einni af mínum uppáhaldshljómsveitum
- Fékk ég Sólveigu í tvíburasystur hennar í heimsókn
- Og Alexsöndru frá Póllandi líka
- Byrjaði ég að æfa fótbolta með Lyngby Boldklub
Good old days..
3 ummæli:
Æ hvað það er gaman að heyra að þú hafðir það gott í sumar. Vildi að ég hefði haft það eins gott!!! En gangi þer bara vel í skólanum, þú brillerar!!!
Og ég var í heimsókn!! ;o)
og ég :D
Gangi þér með lærdóminn...
Skrifa ummæli