þriðjudagur, september 04, 2007

WHY ME????!!!!

Af hverju er ég svona einstaklega óheppin? Er einhver sérstök ástæða fyrir því eða er þetta bara eitthvad meðfætt? Eins og ég var búin að segja frá hérna áður þá fann ég ekki skólann minn í fyrstu tilraun. En það reddaðist nú og ég náði mér fljótlega eftir það..en svo í gær þá var fyrsti alvöru skóladagurinn minn. Kom í skólann og allt í lagi með það, sat með krökkunum úr mínum bekk og borðaði hádegismat og svona. Semsagt leit bara vel út svona í fyrstu. Svo fóru þau að tala um að það hafi verið búin til nýr spænsku bekkur með blöndu af bekk eitt og bekk tvö þar sem við vorum allt of mörg í hverjum bekk. Þannig að ég kíkti á vefpóstinn minn..og viti menn-búið að henda litla íslendingnum út úr bekk nr 2 yfir í þann þriðja, búin að fá nýja stundaskrá og allan fjandann!! Ohhh pirrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr! Þannig að ég missti semsagt af fyrstu tímunum þar sem ég virtist vera sú eina á svæðinu sem var færð yfir. Já og ekki nóg með það þá var svei mér þá öllu leiðinlega nördafólkinu safnað saman í þennan nýja bekk...vonandi er ég ekki ein af þeim án þess að gera mér grein fyrir því;) Það er ekki verið að auðvelda manni lífið akkúrat núna:(

En svo komst ég nú í tíma í dag án vandræða....en svo eigum við allt í einu að lesa 120 bls fyrir morgundaginn og búa til hópa til að flytja fyrirlestur í næstu viku. Grejt!

Þannig að ég veit ekki alveg af hverju ég sit við tölvuna núna..er farin að lesa:)

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hver er sinnar gæfu smiður, er það ekki?

Mademoiselle Eydís sagði...

NOT Appreciated Héðinn!!!

Nafnlaus sagði...

Svona óheppni hlýtur að vera meðfædd..............eða

Nafnlaus sagði...

Ég er ekki viss að það sé marktækt hvað þér finnst um þennan bekk í fyrstu. Ég man eftir ungri stúlku sem fór inn í víírdó bekk í M.A. og vissi eiginlega ekki hvað hún væri að gera með þessum furðufuglum. En viti menn! Svo small hún bara svona einstaklega vel inn í hópinn :D

Lýttu á björtu hliðarnar, þú ert með einstaka aðlögunarhæfni,
use it!

Kveðjur frá nágranna ríkinu...

Mademoiselle Eydís sagði...

hahahah það er rétt Margrét:) Svo voru þið bara svo ágætar greyin! híhíh

Margrét sagði...

Annað hvort það eða þú ert besta leikkona sem ég veit um...