Svo um helgina var fótboltalokahóf, var búin að hlakka lengi til að fara í það partý. Það var úti í Lyngby sem er frekar langt frá þar sem ég bý núna, svona 30 mín með lest..en ég lét mig auðvitað hafa það. Svo borðuðum við saman og spiluðum og eitthvað..og svo fékk ég ælupest. Frábært. Gat ekki verið betri tímasetning! Þannig að ég ældi eins og múkki og þurfti svo að fara rétt áður en alvöru partiið byrjaði og ná síðasta strætóinum upp á lestarstöð.
Á strætóstoppistaðnum hitti ég einhvern indverja sem vildi ekki hætta að spjalla...og eina sem ég gat hugsað um var að yrði að passa að æla ekki á manninn! Svo settist hann við hliðina á mér í strætónum-þó svo að það væru um það bil 30 sæti laus. Grejt! Hann spjallaði og spjallaði...alla leiðina upp á lestarstöð. Hann spurði hvort hann mætti ekki fá númerið mitt-ég sagði „ehh nei ég gef ekki ókunnugum númerið mitt“ (þá meinti ég auðvitað að bara ókunnugir fallegir menn fá númerið mitt;)), en þá spurði hann hvort ég vildi ekki fá númerið hans! En ég sagði að kærastinn minn yrði afbrýðissamur..(hann veit ekki að kærastinn minn er Ashton Kutcher, en bara í draumum mínum hehhhehhJ). En ég komst svo til klakklaust upp á lestarstöð og um borð í lestina. Svo þegar ég var komin svona hálfa leið þá þurfti ég nauðsynlega að æla..AfTuR! Ég ákvað að ég þyrfti að fara út á næstu stoppistöð..en ég gat ekki beðið svo ég ældi í lestinni...! VANDRÆÐALEGT!!! Fólk hélt örugglega að ég væri dauðadrukkinn eða eitthvað;( En ég komst svo heim á endanum þar sem ég hélt áfram að kasta upp alveg þangað til klukkan 4 um nóttina en þá sofnaði ég loksins. Þetta var alveg hræðilegt. Það er ekki gaman að fá æluspest;(
Jæja ég vona að það sé gaman að lesa um ælu. Það er allavega það eina sem ég hef að segja...heheheh:) En hér koma nokkrar myndir úr fótboltapartíinu:

Þetta var leikur þar sem við erum með spjöld þar sem stendur td. Hver er gáfuðust? Svo eigum við að kjósa...:) (audvitad var ég kosin gáfudust..hahahah)
5 ummæli:
Æji greyið þú! En 'dreams can come true' ;o)
Haha...þetta eru rosalegar sögur hjá þér og Margréti þessa vikuna! :-D
En einhvern veginn minnir þessi ælusaga mig á aðra ælusögu þar sem þú leikur einmitt aðalhlutverkið líka, en ég skal ekkert fara nánar út í það hér..! ;p
Annars, til hamingju með að vera komin loksins með herbergi - það verður allt annað líf fyrir þig.
Bestu kveðjur úr Freiburg :)
Já til lukku með herbergið og til fjandans með bölið sem ælupest er!
Hata hana!
Þar sem að ég sé að Árdís er okkar helsti aðdáandi þá langar mig að beina orðum mínum til hennar:
Getiði ekki farið að drullast til að hafa blogg eða skrifa almennilegt kjarnameil?
Bara svona smá pæling???
Annars kossar til ykkar allra dúllurnar mínar.
æjjj greyið, það er svo ÖMURLEGT að þurfa að æla í lest. Lenti einu sinni í því en þá var ég bara vibba þunn eftir black-out djamm í London:S
en til lykke med værelset. segir maður það ekki annars??;)
Já ég ætla bara að kvitta! Það er nú lika gott að þú skulir loksins vera komin með herbergi!!! Hafðu það gott!! kveðjur frá höfuðborg Íslands!! :P
Skrifa ummæli