sunnudagur, nóvember 11, 2007

FieStA

Jæja, þar sem ég hef verið að pressa á Sólveigu að blogga þá er kannski best að ég setji inn eitt stykki færslu;) Það sem er kannski helst að frétta er bara eitthvað partýstúss og tónleika brölt...fór loksins í þetta þemapartý hjá Cörlu vinkonu minni þar sem fólk átti að mæta sem poppstjarna. Ég hafði klárlega ekki tíma til að vera í einhverju búninga stússi þar sem ég var að vinna alveg þangað til að ég fór í partíið;) En það voru einhverjir velheppnaðir búningar..(sjá myndir fyrir neðan).

Svo í gær fór ég á tónleika með Tine, Jenny Wilson var að spila-hún er ekkert smá góð. Download please. Komum heim eitthvað um klukkan 3 og svo fór ég í vinnuna í dag kl 11 og var að vinna til 23 í 200 manna veislu. Það gekk glimrandi fyrir utan að ég var með 39 stiga hita...heheh:) En já..hef svosem ekkert meira að segja..svo ég ætla bara að skella inn myndum.

Allir að kommenta!! ( Gert fyrir Sólveigu:))

Hér er Carla sem Björk í búning saumuðum af henni sjálfri;)
Mads, Katrine, David, Simon og ég á barnum (svölunum;))
Ida aka Courtney Love
Ég og Tine að fíflast fyrir tónleikana:)
Kampavínið elskar mig-og ég elska það tilbaka!!




9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já, þó ég bloggi ekki þá er ég að skella inn myndum á facebook af undanförnum helgum hjá okkur. Kíktu á þær :o)

Nafnlaus sagði...

Þú ert bara alltaf á fylleríum :D.. ekkert líka mer sko

Unknown sagði...

hehe kúl partý;)passaðu þig bara að vera ekki orðin útbrunnin þegar þú kemur að djamma með okkur um jólin! hahaaa, svosem engin hætta á?;)

Mademoiselle Eydís sagði...

Ég vil fá fleiri komment ef ég ad blogga!!!! ahhhh

Nafnlaus sagði...

api vinkona - þú ert fantastisk. koma svo...! kys tine

Nafnlaus sagði...

Haha hin kommenta sjúka Eydís!!!

Kvitt fyrir því!

Nafnlaus sagði...

Hæ sæta pæja, gaman að fá komment frá þér...ég rakst á bloggið þitt um daginn þegar ég var í því að gera allt nema að læra. Það er hérmeð hluti af bloggrúntinum mínum þannig að þú mátt endilega vera dugleg að blogga svo að ég hafi eitthvað annað en námsbækur að lesa;-)

Nafnlaus sagði...

Jæja, aldrei hélt ég að ég þyrfti að minna þig á að blogga ;o)

Mademoiselle Eydís sagði...

Thad er alveg ad koma:)