miðvikudagur, nóvember 28, 2007

"Bønder, tømre og jyske kneite"

Já það má segja að þessi helgi hafi bara verið all svaðaleg:) Fór á gammel elev fest (gamla nemanda endursamkoma--ég er ekki sleip í íslenskunni þessa daganna) í lýðháskólanum mínum í Hillerød. Það var ótrúlegt að koma þarna aftur og sjá allt og alla. Það var eins og maður hafi aldrei farið -fyrir utan að einhverjir spilltir krakkaormar þóttust eiga skólann okkar:) Það var sungið og dansað og allir skemmtu sér mjööööög vel! Nenni ekki að fara út í smá atriði þar sem þeir einu sem munu nenna að lesa það eru Elín og Regína;) Hvað er svosem helst að frétta..

Þetta hefur mér tekist að gera upp á síðkastið:

  • Æla í lest sem var full af fólki
  • Fór á "ljósmynda námskeið" sem var aldeilis ekki á planinu
  • Datt kylliflöt með andlitið í götuna (fékk samt ekki skrámu!) þegar ég var að hjóla heim úr vinnu á fyrsta og eina hálku/snjódegi danmerkur í vetur:)
  • Sofna í tíma í fyrsta sinn á ævinni og svo dreymdi mér að ég væri að detta á hjóli svo ég kipptist við, sparkaði í borðið-vaknaði og sá að allir voru að horfa á mig. Það var frábært. Ég ELSKA að vera miðpunktur athyglinnar. NOT!
  • Talandi um að vera miðpunktur athyglinnar-þá flaug ég á hausinn í vinnunni líka (það er trappa í miðjum veitingastaðnum)...svo stóð ég upp, eeeeldrauð í framan, hneigði mig og sagði: "næste forstilling om en halv time" eða "næsta sýning eftir hálftíma. Ágætis redding er það ekki??:)

Já mér hefur tekist ýmislegt:) Ég kýs bara að segja ykkur frá öllu því misgáfulega sem ég hef gert upp á síðkastið til að ykkur líði vel með ykkur sjálf;) heheheh´...en já yfirmaðurinn minn er við það sama-nema hann er hættur að hringja klukkan átta á morgnana. Hann hefur skynjað illar hugsanir mínar til hans! Svo eru alltaf einhverjir gamlir karlar eða miðaldra perrar á veitingastaðnum sem finnst að ég eigi líka að fá knús þegar þeir eru að kveðja ættingja sína eftir silfurbrúðkaups veislu eða afmæli eða einhvern fjandann ..ojjj....:)

Þetta var aldeilis skemmtilegt blogg..set inn myndir fljótlega:)

Kem til Íslands 15 des Btw...jiejjj

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Haha! Hlakka til að sjá þig! :o)

Nafnlaus sagði...

Haha...endalaust fyndið að heyra þessar hrakfalla sögur þinar!! Enda ertu líka endalaust heppin manneskja!! En sjaumst bara um áramótin eða fyrr! :P hafðu það gott....

Nafnlaus sagði...

"Sofna í tíma í fyrsta sinn á ævinni og svo dreymdi mér að ég væri að detta á hjóli svo ég kipptist við, sparkaði í borðið-vaknaði og sá að allir voru að horfa á mig."
Kannast við þetta... lenti í svipuðu í ME, nema ég var fárveikur og það leið yfir mig í tíma... var víst alveg náfölur þegar ég vaknaði. Einn vinur minn var svo hræddur að hann kom hlaupandi upp á herbergi strax eftir tímann til að athuga hvort ég væri ennþá á lífi...

Nafnlaus sagði...

Hahaha :)

Þetta er e-ð svona týpískt sem að myndi líka koma fyrir mig. Annars var ég að rifja upp innkaupakerru-atvikið í grundtvigs um daginn, haha. Það var OF fyndið.

Nafnlaus sagði...

Lífið hefur greinilega svo sannarlega sinn vana gang hjá þér dúllan mín :D

Sendi þér örlítið af lukku-straumum með þessu kvitti mínu.

Umm þar sem að ég sé þig hvorki um áramótin né "fyrr" þá segi ég bara: ,,Hlakka til að sjá þig í sumar!"

Hej då

-Margrét Brynjars

Nafnlaus sagði...

hæhæ...ég fer austur 21 des eftri vinnu og þér er guð velkomið að koma með þá, en því miður að þá veit ég ekki um far fyrr.

kv: ásdís

Nafnlaus sagði...

jæjjaaa..hvernig væri að fara að koma með eina djúsí??
(bara að láta við þig eins og þú lætur við mig, muffin)

Mackenhauer sagði...

Hey!

I'm looking for the Danish song where parts of the lyrics are "bønder og jyske kneite" and "grevens feide". I can't remember anything more of the lyrics!
Maybe you know it?

If you do, please let me know:)

victor.olsen@hotmail.com