föstudagur, mars 09, 2007

50 staðreyndir um mig...

  1. Ég heiti Eydís Ósk Heimisdóttir
  2. er fáskrúðsfirðingur
  3. ..en er samt ættuð frá Djúpavogi líka
  4. Hélt lengi vel að mamma mín væri alveg örugglega ættuð frá útlöndum
  5. Byrjaði að æfa fótbolta þegar ég var 11 ára
  6. ..er ennþá frekar léleg í fótbolta þrátt fyrir áralanga þjálfun
  7. Ég dýrkaði Peter Andre á vissu tímabili ævi minnar..klárlega ekki það gáfulegasta..
  8. Byrjaði ekki að plokka á mér augabrúnirnar fyrr en ég var í 10. bekk, ég var samt bara með eina..
  9. Hef aldrei litað á mér augabrúnirnar heldur
  10. Á dagbækur frá 11 ára aldri, í einni eru bara færslur um leynifélög sem ég stofnaði..
  11. Hef borðað hádegismat með Björk Guðmundsdóttur
  12. ..og farið í siglingu með mömmu hennar og fyrrverandi fósturpabba (ásamt fleirum)
  13. Er ALGJÖR tungumálalúði
  14. Ég trúði systur minni einu sinni þegar hún sagði að ég væri ættleidd
  15. Vil helst ekki tala fyrir framan mikið af fólki
  16. ..þegar ég þarf þess finn ég fyrir allskyns líkamlegum vandamálum svosem andnauð og ógleði
  17. Það hefur komið mynd af mér í spjallþættinum með Conan O’Brien
  18. Ég veit allt of mikið um fræga fólkið
  19. Tala spænsku eins og innfæddur dóminíkani..og fíla það í botn
  20. Mér fannst Mary Kate og Ashley Olsen frábærar þegar ég var yngri og vildi helst af öllu eiga tvíbura og vera alveg eins og þær..
  21. Hef alltaf verið alveg hrikalega óákveðin með vissa hluti, eins og hvaða föt ég á að fara í, hvað ég á að borða í kvöldmatinn, á hárið að vera í tagli eða slegið, hvað mynd ég á að horfa á..erfiðar ákvarðanir!
  22. Ég er HRIKALEGA flughrædd..
  23. Ég elska fótboltaspil og er ógeðslega góð í því. Og ég veit af því!
  24. Ég hef komið fram á sviði í samfellu..ég af öllu fólki.
  25. Hef eytt heilu ári í Karabíska hafinu..
  26. ..æfði tennis allan þann tíma..
  27. Ég er frekar kaldhæðin
  28. Ég gleymi mjög oft að hugsa áður en ég tala..
  29. Ég HATA pasta!!
  30. Ég er frekar hreinskilin manneskja..eða svo er mér sagt:)
  31. Ég kann að gleypa og spúa eldi..
  32. ..og ganga á eins metra háum stultum
  33. ..ekki bæði í einu samt..!
  34. Mér finnst rjómaís ógeðslegur og borða heldur ekki poppkorn
  35. Ég er mjög þrjósk, sem dæmi um það þá neitaði ég að loka hurðum sem ég opnaði ekki þegar ég var lítil, þó svo að mamma stæði með fullar hendur af innkaupapokum....
  36. Ég kann að dansa Merengue
  37. Var einu sinni beðin að vera sumarstúlka í séð og heyrt, ég sagði nei..
  38. Jim Carrey á sérstakan stað í hjarta mínu:)
  39. Ég átti einu sinni mús sem hét Dúlla og þar áður páfagauk sem hét Blámína.
  40. Svo átti ég allt í einu 12 páfagauka...
  41. Ég átti líka einu sinni íðilfagran Daihatzu Cuore
  42. ..en hann dó á leiðinni yfir fjöllin frá Akureyri til Egilsstaða
  43. Ég er ótrúlega gleymin, ég á stóra minnisbók til að skrifa allt sem ég á að gera niður..en því miður á ég til að gleyma bókinni líka..
  44. Mér langaði alltaf svo að læra á fiðlu þegar ég var yngri..
  45. Ég elska kvikmyndir, og allt sem gerist í kringum þær;)
  46. Ég fór í fyrsta sinn til útlanda þegar ég var í 9. bekk
  47. Þegar ég var lítil langaði mig að verða dýralæknir..eða leikkona!
  48. Ég elska boltaíþróttir, allar nema blak
  49. Ohh, ég dýrka humar, harðfisk, kea skyr, bastelitos og platano...
  50. Ég sýndi snemma hvað ég hef sérstaklega góða rökhugsun, alveg sama um hvað er að ræða;)...þegar ég var svona 3. ára þá var ég að tala við afa minn í svona snúrusíma...

Ég: “afi..bíddu aðeins”

Afi: “allt í lagi,”

Ég dró símann inn á bað og stakk tólinu á kaf í klósettið, tók það svo upp úr og sagði svo:

“Afi, ertu blautur í eyranu??”


Jamm mér tókst að koma með fimmtíu staðreyndir, en það er öllum velkomið að skrifa eitthvað í komment ef einhverjum dettur eitthvað í hug;)

13 ummæli:

Ási sagði...

Þú ert svo mikið krútt! Lærði samt marg nýtt núna

Mademoiselle Eydís sagði...

já ég er margslungin persónuleiki...hahahahh!! :)

Regína sagði...

Eigum við að stofna leynifélag? Getum kallað okkur "Team Island"!

Mademoiselle Eydís sagði...

Team island er nú ekkert leynilegt finnst mér,, thad vita allir hver vid erum..beep beep beep í eldhúsinu t.d:)

Nafnlaus sagði...

Vó ég sem hélt að ég þekkti þig, jahh ég geri það allavega núna.
Sætust ertu samt

“Afi, ertu blautur í eyranu??”

svo krúttlegt....

Mademoiselle Eydís sagði...

Margrét audvitad thekkiru mig vel thó thad komi kannski ekki akkúrat fram hér;) hehheeh!

Nafnlaus sagði...

hahahaha beep beep beep er svo fyndid! ;D og munidi ad ég er heidursfélagi í team island!
og já eydís, stadreynd 13 er stadreynd: "ich liebe deutsch, ich liiiebe deutsch!!"
já thad er ýmislegt hér sem ég vissi ekki...en svo veit ég líka ýmislegt sem EKKI kemur fram!
skál í botn!

Nafnlaus sagði...

Það vantaði heldur ekki sjálfsálitið þegar þú varst lítil... "passaðu þig bara, ég er ógeðslega fljót að hlaupa" :D

Mademoiselle Eydís sagði...

hehehehhe snniiiiiild:) já ég átti það til ad monta mig svolítid þegar ég var yngri..en er ad sjálfsögðu alveg vaxin uppúr því!

Nafnlaus sagði...

ps: þú átt það til að vitna í friends!

Mademoiselle Eydís sagði...

heheh já thad hefdi kannski mátt vera nr...4, 8, 12 og....

Nafnlaus sagði...

ja thu hefur oft komid manni a ovart med sludri um einhverj leikara sem eg hef aldrei vitad ad vaeru til hehehe
Annars bid eg bara ad heilsa:)
Hvenaer faridi heim? Mig langar nefninlega soltid ad koma i heimsokn a heimferdinni minni:)

Nafnlaus sagði...

Jæja þarftu ekki að fara að segja frá einhverju sem er að gerast þarna úti????

Nei bara spyr...