Já það má segja að þessi helgi hafi verið pökkuð af atburðum. Við byrjuðum allavega helgina á því að hafa alþjóðlegt kvöld þar sem við útlendingarnir sýndum hvað í okkur býr í eldamennskunni. Við Íslensku elduðum fiskibollur eftir uppskriftinni hans pabba og svo elduðum við alíslenska súkkulaðiköku eftir uppskrift frá mömmu hennar Elínar. Fiskibollurnar voru að sjálfsögðu geggjað góðar og kláruðust á svona 5 mínútum eða svo. Kakan var líka sniiilld;) Eftir þetta vorum við svo með spurningaleik svona rétt til að athuga hvort danirnir vissu eitthvað um löndin okkar. Svo var bara dansað..við útlenska tónlist- þar á meðal Crazy Bastard og Hi ástin frá Íslandi:) Skemmtilegt partý þar á ferð.. hér er svo mynd af okkur med køkuna:



Thetta er svo mynd af mér og undirhøkunni minni..og Tine-besta danska vinkona mín:)
Myndin fyrir ofan mig med fallegu fiskibollurnar er mynd af Olu herbergisfélaganum mínum sem var ad gera pólskan mat:9
Svo kom laugardagur. Þá var komið að þessari brúðkaupsveislu sem var búin að vera lengi á planinu. Þetta var mjög fyndið, það fengu sko allir hlutverk sem þeir áttu að leika allt kvöldið, ég átti semsagt að vera of kynþokkafull hjúkrunarkona sem var svolítil drusla líka;) Frábært! Veit ekki hvernig mér gekk að leika það...Elín þurfti svo að leika 60 ára gamla stelsjúka konu, bara gaman að þessu!! Þetta var mjög skemmtilegt:)
Setning helgarinnar er svo klárlega “kom så, vær så klar, bunden kommer!!” sem þýðir “koma svo, vertu til, botninn kemur” ( botninn á flöskunni/dósinni þá;) ) Sem er kannski ekki eins fyndið fyrir þá sem fatta ekki hvað liggur á bakvið þessa setningu:9 En thad vorum vid Tine (sem sést á mynd hérna fyrir nedan) sem fundum upp á thessu..hahhah:) En allavega...
Já svo verdur audvitad ad nefna ad vid Elín hittum hana Katrínu okkar á sunnudaginn, hafdi ekki séd hana sídan í júní í fyrra:)
Thetta er alveg agalega fallega sett upp færsla thar sem ég get ekki skrifad fyrir nedan myndirnar og helmingurinn af textanum er med íslenskum støfum en hinn ekki:) Gaman ad thessu..en allir ad kommenta takk:)