Hef í sjálfu sér ekkert sérstakt eða mikið að blogga um en mér fannst bara langt síðan að ég bloggaði síðast;) Mér gengur fínt í vinnunni en mér finnst mér reyndar vanta betri skó en held að ég verði nú bara að sætta mig við þá sem ég hef í bili! Annars er bara fínt að frétta, mér líkar bara vel hérna í Köben verð ég að segja...
....Í gær lenti ég samt í mjög vandræðalegu atviki sem leiddi til þess að í dag fór ég og fann mér notað stelpuhjól! Ég var að koma úr vinnunni og þurfti að taka strætó heim eins og venjulega, ég var bara rétt komin inn í strætóinn og var með mína risa nike tösku með mér...og hann fór mjög harkalega af stað þannig að ég snérist í hring, náði ekki að grípa í neitt og datt svo, taskan fyrst og svo ég ofan á þannig að ég gat ekki staðið upp og fæturnir hentust alveg lengst upp í loft. Ég stóð semsagt nánast á haus! Þetta var mjög skemmtileg lífsreynsla...NOT!! Svo settist ég skömmustuleg niður og tróð heyrnatólunum í eyrað og setti Motown í botn;) Ég var mjög feginn þegar ég átti loks að stíga niður úr strætóinum!
Svo um daginn vorum við með lítið huggulegt matarboð, eða ég..það voru bara ég, Tine, Ási og Paw, ég eldaði íslenskar fiskibollur með bernaise og soðnum kartöflum. Það gekk bara svona glimrandi;) Svo fór ég í sund í dag með Tine í Parken, sundhallirnar eru aðeins öðruvísi hér heldur en heima á íslandi, kaldar innisundlaugar og engir heitapottar, en stökkpallarnir bæta samt upp fyrir það og það var bara heljarinnar fjör;)
En jæja...þangað til næst-
Ef ÞÚ lest þetta-vilt ÞÚ þá kommenta takk!!;)
þriðjudagur, júlí 03, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
Haha...alltaf gaman af svona atvikum - þau gerast víst alltaf reglulega! ;-D
Haha snilld! Ég sé þetta alveg fyrir mér! :)
þú ættir kanski að ganga í cirkus...........
bíddu thorði sá sem stakk upp á cirkus ekki að skrifa nafnið sitt....hvada hvada!
hehe.....það sem þú getur lent í, þetta er einum of hlægilegt! En já þú verður bara að koma á franska daga, ekkert kjaftæði. það var jú svo gaman síðast!!! hehe :P en hafðu það gott!!!
Kvitt frá Þjórsárgötunni!
Free [url=http://www.FUNINVOICE.COM]how to make an invoice[/url] software, inventory software and billing software to create masterly invoices in before you can say 'jack robinson' while tracking your customers.
Skrifa ummæli