- Á leiðinni í vinnuna sprakk á hjólinu mínu...
- Þegar ég kom í vinnuna var komin 50 manna hópur í snittur, sangría, kaffi og allan fjandann!
- Svo var skínandi sól allan daginn þannig maður var að drepast úr hita þar sem maður var á harðahlaupum útum allt og maður fann svitadropanna leka niður bakið-og loftræstingin er biluð-Grejt...
- Svo þegar loks kom kvöldmatur varð aftur allt snarbrjálað að gera, 30 manna hópur inni í 3 rétta matseðil og drykki- og full verönd af fólki a la carte. Við vorum þrjár að þjóna og ein er ný.
- Allt kvöldið var semsagt svona "kill me now" ástand þar sem fólk var að bíða of lengi eftir matnum og sumir fengu ekki eftiréttinn sinn og.....sumt fólk á bara að borða heima...
- Svo komu 7 ameríkanar...það fór alveg með mig að þau borguðu öll í sitthvoru lagi með kreditkorti og vildu deila þessu og hinu saman og bara fá the side salat..og blalalalalbla.
- Okkur tókst samt sem áður að loka og koma okkur út klukkan 12..
- ..en þá uppgötvaði ég mér til mikillar skelfingar aftur að það hafði sprungið á hjólinu mínu (var búin að steingleyma því) og ég þurfti að labba heim eftir 12 tíma vinnu-við erum að tala um brjáluð hlaup allan daginn!
- Þannig að ég var ekki komin heim fyrr en korter yfir eitt, þetta er langt labb og ég fann svo000 til í löppunum að ég gat ekki fyrir mitt litla líf labbað hraðar..
Svo 11. ágúst kemur Alexandra (vinkona mín úr lýðháskólanum) í heimsókn og við förum ásamt Tine og Cörlu á CocoRosie tónleika strax um kvöldið þegar ég er búin í vinnu...ja tak!
En annars bara kveðjur héðan frá Köben úr góða veðrinu-og endilega kvitta takk;)
2 ummæli:
Sj
hva'?
Skrifa ummæli