miðvikudagur, júní 04, 2008

Ooooog thad er komin tími á nyja færslu....

Hér kemur lífid í fimm hlutum:

Skólinn:
Thad gengur vel í skólanum, hef stadist öll próf hingad til og á adeins eitt lokapróf eftir. Er nybúinn ad skila heimsins leidinlegasta verkefni, sem var unnid í hópavinnu. Vid vorum fimm sem skrifudum verkefnid, 60 bladsídur um innflytjendur í Los Angeles og Bradford (England) og theirra adlögunarferli á vinnumarkadnum í vidkomandi landi. Ég get ekki sagt ad ég hafi ekki haft ljótar hugsanir um helminginn af hópnum mínum- en svona er víst hópavinna bara, er thad ekki annars?

Vinnan á Cassiopeia:
Cassiopeia Restaurant hefur ekki breyst mikid. 4 tjónar eru nyhættir og einn var rekinn! (thessi fulli☺) Thad eru semsagt komnir 3 nyir tjónar enn sem komid er. Fínasta fólk fyrir utan eina grautfúla kellingu…eldhúsid er líka í vandrædum med starfsfólk, tveir kokkar nyhættir thannig ad uppvaskarinn okkar mætir annadhvort í uppvaskara dressi eda kokkafötum og ég er spurd tvisvar á dag hvort ég vilji ekki sjá um ad gera forrétti og eftirrétti. Hef sagt pent nei vid tví hingad til☺ Erum búin ad opna veröndina sem liggur ad vatninu thannig ad thad er ALLTAF brjálad ad gera- og thad er mjög heitt thessa daganna svo madur er vid ad stikna í thessum risa uppvaskara jökkum sem vid erum látin vera í!

Litla Afríka:
Lífid gengur sinn vanagang hér í litlu Afríku. Ísskápurinn er biladur…frábært. Kakkalakkarnir eru ekki eins margir, enda búid ad spreyja eitri um alla íbúd ca fimm sinnum af einhverjum meindyraeidum. Thau eru hinsvegar búin ad fá nyja ryksygu sem virkar helvíti vel, en thad hrædilegasta vid thad er ad thau ryksuga næstum á hverjum degi- og thad er alltaf fyrir níu á morgnana!!! HVER ryksugar á theim tíma??? WTF! Thad er draugagangur í herberginu mínu, er alveg viss um thad! En ég nenni ekki ad pæla í tví og sef bara ágætlega…thegar umferdin ekki truflar mig thad er ad segja. Já og líka ef ad thad er ekki idjuleysingja samkoma rétt fyrir utan gluggan hjá mér sem er ekkert pirrandi…NEI NEI.

Fótboltinn:
Já vid erum í midju keppnistímabili og thad gengur bara allt í lagi hjá okkur. Sídustu trír leikir hafa farid- 3-2 fyrir okkur, 5-1 fyrir okkur, 2-0 fyrir okkur, og svo 7-0 ekki svo mikid fyrir okkur....;) Svo eru bara æfingar tvisvar í viku eins og thad venjulega er og vid erum mjög duglegar ad halda party eda gera eitthvad saman. Frábært bara...;)

Annad:
Hmm, já ég er komin med adra vinnu sem ég hef reyndar stundad sídustu tvo mánudi eda svo..er ad trífa einu sinni í viku hjá frænku minni. Thad er fínt, gott fyrir hennar gedheilsu, og enn betra fyrir mína! ☺ Stefni enn á ad koma til Íslands til sumar, tharf bara adeins ad selja sál mína djöflinum ádur en ég kaupi farmida..! Á kærasta (eda “vin” eins og módir mín vill kalla thad), fyrir thá sem ekki vita, og vid höfum verid saman í tvo mánudi eda svo og thad er persónulegt met ad ég sé ekki komid med hrikalegt óged af honum og hugsi ekki um annad en ad hætta med honum. Svo thad bara gæti ekki verid betra. Hvad er thad meira sem flokkast undir annad----? Hmm, Já, er ad fara á Celine Dion tónleika med bródur mínum á morgunn, thad verdur ábyggilega mikil upplifun☺ ...flyt svo frá litlu afríku í ágúst og ætla ad búa saman med henni Sólveigu minni á stenhuggervej í Nord Vest. Hlakka mjög mikid til!

Jæja, thá er allavega komin inn ein færsla thó hún sé ekki mjög skapandi, eda fródleg. En er nú svo ad fara ad koma mér í háttinn eftir langan vinnudag og ein bjór med Ása bródur á Masken. Thad er sko danskur frídagur í dag thannig ad mjög margir voru á djamminu í bænum. (lögleg afsökun er thad ekki??) ☺

Njótid tess ad vera thid-

-80’s

Ps: Mæli med tví ad thid lesid "A Man Without a Country" eftir Kurt Vonnegut. Madurinn er snillingur. Bara ef ykkur leidist..thid vitid...;)

6 ummæli:

Esther sagði...

Hehehe! Ó, hvað ég elska fólk sem kallar kærasta/kærustur "vini". Það er eitthvað svo ægilega notalegt.

En kemurðu þá ekki með hann heim á Franska daga? :)

Nafnlaus sagði...

hæhæ
gott að það gengur vel hjá þér
hélt að þú værir hætt að blogga kiki á hverjum degi!!!!
kannski kemurðu bara með (vininn) í heimsókn til íslands . vonandi kemurðu um franska daganna
kv kristin og fj

Ási sagði...

Guð mamma fríkar út farir þú með vininn heim... love it verður að fara með Marcus heim...

Nafnlaus sagði...

það verður þitt erfiða verkefni að gera mig að dana....

Nafnlaus sagði...

úbs, Ási vill endilega að mamma gamla fríki út, hehehe.

Vinur já eða kærasti, verð að segja að mér finnst það nú ekkert krúttlegt eða notalegt við það.

EEEN, las það í þýsku læknariti að sumum finnst betra og allt í lagi að eiga marga vini/vinkonur.
Það er sko út af því að það er allt í lagi að eiga marga vini en maður má bara eiga einn kærasta.
Það er þó sannleikskorn í þessu.

Knús á þig elskuleg.

Nafnlaus sagði...

"I believe that my Cuban roots contributed to my love of art, color pattern, design and architecture," says Bringas. [url=http://www.mulberryhandbagssale.co.uk]Mulberry Tote Bags[/url] I hope that you read the title of this to the tune of Oops I did it again, because that was certainly the way I wrote it. [url=http://www.goosecoatsale.ca]http://www.goosecoatsale.ca[/url] Mobqlpmwt
[url=http://www.pandorajewelryvip.co.uk]pandora jewellery[/url] Sadystfya [url=http://www.officialcanadagooseparkae.com]canada goose outlet[/url] wxdeldpjx